fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Sláandi niðurstöður nýrrar könnunar – Kokteilsósa á pítsu er algengari en þú heldur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MMR er með puttann á púlsinum og spyr spurninganna sem landsmenn vilja svar við. Ný könnun þeirra miðaði að því að svara hinni umdeildu spurningu um hvort flatbökur og kokteilsósa eigi samleið.

Könnunin var lögð fyrir 934 manna úrtak einstaklinga, 18 ára og eldri.

Á vef MMR segir:

„Mörgum þykir okkur vænt um kokteilsósuna og notum athugasemdalaust af hinum margvíslegu tilefnum. Þau okkar sem stunda þá iðju að nota kokteilsósu með pizzu könnumst hins vegar mörg við að sessunautar reki upp stór augu þegar kokteilsósan góða er dregin fram með pizzunni. Rétt eins og um einhverskonar afbökun pizzunnar sé að ræða!“

Niðurstöður könnunarinnar voru þær að fjórðungur landsmanna fær sér kokteilsósu á pitsur og þeirra líklegastir voru unga fólkið og íbúar landsbyggðarinnar.

„Unga fólkið reyndist líklegra til að dekra flatbökuna með majónesblöndunni vinsælu en 35% svarenda á aldrinum 18-29 ára kváðust fá sér kokteilsósu með pizzu. Fór kokteilsósunotkun síðan minnkandi með auknum aldri og mældist minnst meðal svarenda 68 ára og eldri – en 6% þeirra kváðust fá sér kokteilsósu þegar pizza væri á boðstólum.

Þá reyndust íbúar landsbyggðarinnar (30%) líklegri til að borða kokteilsósu með pizzu en svarendur af höfuðborgarsvæðinu (20%).“

Þar hafið þið það lesendur góðir. Ef þið tilheyrir þeim fjórðungi þjóðarinnar að kjósa kokteilsósu með pitsu, næst þegar einhver gagnrýnir athæfið getið þið svarað af öryggi :„Enn einn af hverjum fjórum á Íslandi gerir þetta! “

Hvað segja lesendur DV? Já eða nei við kokteilsósu á pitsu ?

 

Frétt MMR

Sláandi niðurstöður
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa