fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Ótrúlegir snúðar sem æra óstöðuga – Sjáið uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 15:30

Jömmí!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefsíðan Delish er yfirfull af geggjuðum uppskriftum, en þessi snúðauppskrift veldur andvökunóttum. Hve girnilegir eru þessir snúðar?!

Klístraðir snúðar

Deig – Hráefni:

1¼ bolli volg mjólk
½ bolli + 1 tsk. sykur
2½ tsk. þurrger
4½ bolli hveiti
¼ bolli púðursykur
2 tsk. salt
½ tsk. matarsódi
2 stór egg
115 g mjúkt smjör

Fylling – Hráefni:

¾ bolli púðursykur
2 msk. kanill
½ tsk. múskat
½ tsk. salt
½ bolli ristaðar pekanhnetur, saxaðar
4 msk. smjör, brætt

Toppur – Hráefni:

115 g smjör, brætt
½ bolli púðursykur
¼ bolli hunang
1 tsk. vanilludropar
1 bolli ristaðar pekanhnetur, saxaðar

Jemundur minn.

Aðferð:

Byrjum á deginu. Smyrjið stóra skál með smá olíu. Blandið mjólk, 1 teskeið af sykri og gerinu saman í lítilli skál. Látið standa í um tíu mínútur, eða þar til blandan freyðir. Blandið hveiti, púðursykri, restinni af sykrinum, salti og matarsóda saman í stórri skál. Bætið gerblöndunni og eggjunum saman við. Blandið vel saman í um fimm mínútur. Bætið síðan smjörinu saman við, einni matskeið í einu, og hnoðið vel þar til allt er vel blandað saman. Setjið deigið í olíubornu skálina, setjið hreint viskastykki yfir og látið hefast í um klukkustund. Á meðan getið þið blandað öllum hráefnum í fyllinguna vel saman, nema smjörinu. Hitið ofninn í 200°C og smyrjið stórt eldfast mót. Dustið hveiti á hreinan borðflöt og fletjið deigið út. Penslið með brædda smjörinu og stráið fyllingunni jafnt yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í tólf jafn stóra snúða. Blandið síðan öllum hráefnum í toppinn saman í skál, nema pekanhnetunum. Hellið blöndunni yfir snúðana og stráið hnetunum yfir. Setjið viskastykki aftur yfir og látið hefast í um hálftíma. Bakið í 20 mínútur og leyfið að kólna í um korter áður en snúðarnir eru bornir fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa