fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Jamie Oliver var hársbreidd frá því að missa allt: „Þetta var klárlega versti tími lífs míns“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 12:00

„Þetta var ekki þunglyndi en ég var svolítið heimskur,“ segir Jamie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu ár hafa verið erfið fyrir stjörnukokkinn og frumkvöðulinn Jamie Oliver. Veitingastaðakeðjan Jamie‘s Italian var næstum því gjaldþrota og þurfti Jamie að punga út þrettán milljónum punda af sínum eigin peningum til að bjarga henni. Þrátt fyrir það þurfti að loka tólf af 37 útibúum og margir misstu vinnuna.
Jamie hefur verið í bransanum í tuttugu ár og opnar sig upp á gátt um fjárhagsvandræði, einkalífið og heilsuna í einkaviðtali við The Sun.

Límdur við snjallsímann

„Ég held að ég sé almennt þekktur fyrir að vera bjartsýnn, glaður og lít á glasið sem hálffullt. En einn dag var ég leiður. Og það varaði mjög lengi. Þetta var ekki þunglyndi en ég var svolítið heimskur. Ég svaf ekki mikið,“ segir Jamie. Á þessum tíma, þegar það versta gekk yfir, var hann límdur við snjallsímann sinn og gat ekki slökkt á honum.

Jamie gekk í gegnum helvíti.

„Ég kom heim, hitti konuna mína Jools, eldaði matinn. Síðan sofnaði hún af því að hún er móðir en ég var vírað. Síminn minn hringdi. Ring ring. Ég fór alltaf að sofa klukkan 1 að nóttu og vaknaði klukkan 4 eða 5 á morgnana,“ segir Jamie og bætir við að loks hafi þetta tekið sinn toll. Hann vissi að hann þyrfti að breyta einhverju þannig að hann byrjaði að kynna sér svefn og talaði við sérfræðinga í þeim efnum.

„Ég var að læra næringarfræði og fattaði að kraftmesta æfingin í ræktinni er svefn. Og kraftmesti parturinn af næringu er svefn. Allt snýr þetta að svefni.“

Í dag er Jamie með fasta svefnrútínu. Hann vill hafa kalt inni í herberginu og setur grímu yfir augun til að útiloka allt ljós. Þá fer hann að sofa klukkan 22 á kvöldin, dúðaður í hlýja sæng.

Jamie gekk að eiga Jools árið 2000.

„Ég er eins og ungbarn. Ég þarf að stilla verkjaraklukku til að fara að sofa. Ég er 43ja ára gamall og þarf að svæfa sjálfan mig. En ég breytti ávönum mínum og munurinn er ótrúlegur.“

Gefur fjölskyldum uppskriftir

Kokkurinn vaknar enn klukkan 5 á morgnana. Hann mætir fyrstur á skrifstofuna hálftíma seinna og er vanalega sá síðasti sem fer heim. Þessi ástríða og vinnusemi skapaði velgengni Jamie, en varð einnig til þess að hann keyrði sig út. Eins og áður segir þurfti hann að nota sína eigin peninga til að bjarga Jamie‘s Italian. Það var árið 2017. Nokkrum mánuðum síðar missti hann Barbecoa-steikhúsin sín, þó hann hafi náð að bjarga einu útibúi, lokaði Union Jacks-veitingastöðunum sínum og hætt var við útgáfu matartímaritsins hans eftir tíu ára útgáfu.

„Þetta var klárlega versti tími lífs míns,“ segir hann.

Hann veltir vöngum yfir ástæðum fyrir þessum erfiðleikum og telur það vera blöndu af ýmsu, til dæmis Brexit, matarverði og hækkun lágmarkslauna. Hins vegar gefst Jamie aldrei upp. Nýjasta verkefnið hans er Jamie‘s Jan-Plan sem er ókeypis uppskriftasafn á netinu með það að markmiðið að hjálpa fjölskyldum að borða hollari mat á nýju ári.

„Ég horfði í kringum mig og sá fólk biðja um fullt af peningum fyrir mismunandi matarplön. Mig langaði að skrifa traustar uppskriftir sem virka og skapa lítinn heim þar sem allir valkostir eru góðir valkostir,“ segir hann.

Vegan hryðjuverkastarfsemi

Jamie fór aftur í skóla fyrir fimm árum til að læra næringarfræði, einfaldlega til að skilja betur matinn sem hann eldar.

„Ég þarf að vera trúverðugur. Ég var búinn að fá mig fullsaddan af fólki sem talaði um næringu en var ekki búinn að fá viðeigandi menntun. Þetta fólk fór með alls kyns þvælu og mældi með tískukúrum sem eru hættulegir,“ segir hann.

„Allar uppskriftirnar sem ég gef eru í næringarfræðilegu jafnvægi. Með því að borða ávexti, grænmeti, hnetur og fræ er minni hætta á sjúkdómum. En mér finnst samt að við ættum að borða mat fyrst og fremst því hann er gómsætur,“ bætir hann við. Honum finnst hins vegar miður að matur sé orðinn eins og kynþáttahatur eða trúarbrögð í dag.

Jamie og Jools standa þétt saman.

„Ég hef fengið mikið af grænkerum á veitingastaðina mína sem setja fartölvur með myndböndum af slátrun dýra fyrir framan börn þegar þau eru að borða hakk og spagettí. Það er eins og vegan hryðjuverkastarfsemi. Það öflugasta sem getur gerst í Bretlandi núna er að við hættum að auðmerkja matartegundir. Auðvitað ætti okkur að líða óþægilega með að borða kjöt. Maður þarf að drepa eitthvað til að borða það. Mér finnst það allt í lagi, en ég vil frekar fá minna og eitthvað stórkostlegt. Kaupið betra kjöt og styðjið við bændur sem eru trúverðugir í staðinn fyrir að kaupa fjöldaframleitt kjöt. Fólk ætti einnig reglulega að borða grænmetisfæði og vegan rétti. Þú finnur fyrir kostum þess í veskinu og líkamanum.“

Eiginkonan vill sjötta barnið

Jamie, sem er 44ra ára, hefur verið með eiginkonu sinni Jools síðan hann var átján ára. Þau eru enn þá jafn ástfangin.

Jamie og Jools með börnin sín fimm, Poppy, Daisy, Petal, Buddy og River.

„Hún er besta vinkona mín. Það góða sem ég hef gert, hef ég gert því við erum teymi,“ segir hann. Þau hjónin eiga fimm börn saman, tvo syni og þrjár dætur, á aldrinum tveggja til sextán ára, en Jamie segir að Jools vilji bæta við barnahópinn. „Ég þarf að stjórna því, en ég verð að stjórna sjálfum mér sem ég er ekki góður í. Mér finnst fimm vera nóg en allir segja mér að sex sé slétt tala,“ segir hann og bætir við að hann standi á tímamótum.

„Ég er í sjálfsskoðun núna og lýg að sjálfum mér að ég sé ungur en ég hef verið í bransanum í langan tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa