fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Langbesti eftirrétturinn sem tekur enga stund að gera

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 11:00

Eftirréttur í krukku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óþarfi að vera í stresskasti yfir eftirréttinum um jólin. Þessi eftirréttur er einstaklega einfaldur, hann þarf ekki að baka og getur hver sem er skellt honum saman.

Langbesti eftirrétturinn

Kexlag – Hráefni:

1 1/2 bolli mulið kex, til dæmis hafrakex
6 msk. bráðið smjör
2 msk. sykur

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum vel saman og setjið til hliðar.

Virkilega bragðgott.

Ostakökulag – Hráefni:

225 g mjúkur rjómaostur
1 krukka Marshmallow Fluff
3 msk. sæt mjólk (sweetened condensed milk)
1/2 bolli rjómi

Hráefni:

Blandið rjómaosti, Marshmallow Fluff og sætri mjólk saman í skál. Þeytið rjómann í annarri skál og hrærið hann síðan varlega saman við rjómaostablönduna með sleif eða sleikju. Setjið til hliðar.

Súkkulaðilag – Hráefni:

1/2 bolli rjómi
1 1/2 bolli súkkulaði

Aðferð:

Setjið súkkulaði í skál og hitið rjómann í potti. Takið rjómann af hitanum rétt áður en hann sýður. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og leyfið að standa í 1-2 mínútur. Hrærið vel saman þar til allt súkkulaði er bráðið. Og þá er að setja eftirréttinn saman. Takið til nokkur eftirréttarglös eða krukkur eins og ég gerði (það er einnig hægt að gera þennan í einni stórri skál). Þrýstið kexi í botninn á hverri krukku. Sprautið ostakökulagi yfir botninn og hellið síðan súkkulaðisósu yfir. Endurtakið og skreytið með litlum sykurpúðum.

Sómir sér vel á veisluborði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis