fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Matur

Holl og góð nautakássa sem yljar á nöprum kvöldum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 19:00

Nautakássan er góð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ofureinfalt að útbúa þessa nautakássu, en að sjálfsögðu er hægt að skipta nautakjöti út fyrir eitthvað annað. Virkilega góð og holl máltíð sem yljar manni þegar að úti frýs.

Nautakássa

Hráefni:

1 msk. grænmetisolía
1 kg nautakjöt, skorið í bita
1 msk. ólífuolía
1 laukur, saxaður
2 gulrætur, skornar í bita
2 sellerístilkar, skornir í bita
salt og pipar
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/4 bolli tómatpúrra
6 bollar nautasoð
1 bolli rauðvín
1 msk. Worcestershire-sósa
1 tsk. timjan
2 lárviðarlauf
500 g litlar kartöflur, skornar í bita
1 bolli frosnar baunir
1/4 bolli steinselja, söxuð (til skreytingar)

Aðferð:

Hitið olíur í stórum potti yfir meðalhita. Bætið nautakjötinu út í og steikið í 10 mínútur. Setjið kjötið á disk og setjið til hliðar. Steikið lauk, gulrætur og sellerí í sama potti í um fimm mínútur. Kryddið með salti og pipar. Bætið hvítlauk og tómatpúrru út í og eldið í um 2 mínútur til viðbótar. Setjið kjötið aftur í pottinn, sem og soð, vín, Worcestershire-sósu, timjan og lárviðarlauf. Náið upp suðu, lækkið síðan hitann og látið malla. Kryddið með salti og pipar, setjið lokið á pottinn og látið malla í hálftíma. Bætið kartöflum út í, setjið lokið á og látið malla í 15 mínútur. Fjarlægið lárviðarlaufin, hrærið baunum saman við og eldið í 2 mínútur til viðbótar. Skreytið með steinselju og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa