fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Rosaleg Bingókúlu kaka

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 11:00

Þvílík dásemd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumar kökur eru bara betri, tilkomumeiri og dásamlegri en aðrar. Þetta er ein slík kaka.

Rosaleg Bingókúlu kaka

Bingókúlusósa – Hráefni:

150 g Bingókúlur (1 poki)
1/2 bolli rjómi

Aðferð:

Setjið Bingókúlur og rjóma í pott og bræðið yfir vægum hita. Fylgist með blöndunni og hrærið reglulega í henni. Takið pottinn af hellunni þegar allt er bráðnað saman og leyfið sósunni að kólna alveg.

Fögur er hún.

Kökubotnar – Hráefni:

2 bollar hveiti
1/2 bolli kakó
1/2 bolli lakkrísduft
1 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk. matarsódi
1 1/2 bolli sykur
1/2 bolli púðursykur
1 bolli grísk jógúrt
3/4 bolli olía
2 tsk. vanilludropar
3 egg
3/4-1 bolli sjóðandi heitt vatn

Aðferð:

Byrjið á því að setja vant í pott og ná upp suðu á meðan þið búið til deigið. Hitið ofninn í 180°C og takið til tvö, hringlaga 18 sentímetra form. Setjið smjörpappír í botninn og smyrjið hliðarnar með olíu eða smjöri. Blandið öllum þurrefnum vel saman. Bætið síðan jógúrt, olíu og vanilludropum saman við og því næst eggjunum, einu í einu. Hrærið vel. Blandið sjóðandi heitu vatninu varlega saman við og hrærið þar til allt er blandað saman. Deilið deiginu á milli kökuformanna og bakið í um það bil hálftíma. Leyfið kökunum að kólna aðeins í formunum áður en þið takið þær úr þeim. Leyfið botnunum síðan alveg að kólna áður en kremið er sett á.

Krem – Hráefni:

200 g mjúkt smjör
400 g flórsykur
100 g hvítt súkkulaði (brætt)
1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Þeytið smjörið í 3-5 mínútur og bætið síðan restinni af hráefnunum saman við og þeytið vel. Svona set ég kökuna saman: Smyrjið nokkrum matskeiðum af Bingókúlusósunni ofan á annan botninn. Setjið síðan krem á hann og hinn botninn ofan á. Hyljið kökuna með hvíta kreminu. Setjið síðan bingókúlusósuna í sprautu með mjóum stút og byrjið á því að sprauta sósunni á kantana og leyfa henni að leka niður hér og þar. Síðan hyljið þið toppinn á kökunni með sósunni. Og skreytið að vild!

Kolsvört og girnileg.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa