fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Matur

Jóhannes Haukur fékk frábært ráð frá glútenkónginum: „Þvílíkt konsept“ – Þetta verða allir að lesa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 08:00

Jóhannes Haukur er matgæðingur mikill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson og bakarinn og konditormeistarinn Sigurður Elvar Baldvinsson eru æskuvinir. Því greip Jóhannes tækifærið þegar hann hitti sinn æskufélaga um daginn og bað hann um góð ráð í eldhúsinu. Fyrir þá sem ekki vita var Sigurður til að mynda í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Danmörku fyrr á árinu.

„Það er ekki á hverjum degi sem maður rekst á ríkjandi Norðurlandameistara í bakstri og konditormeistara. En þegar einn slíkur er æskuvinur manns þá eykur það á líkurnar. Ég sum sé hitti áðurnefndan glútenkóng, sem í daglegu tali kallast Sigurdur E. Baldvinsson, einmitt í dag,“ skrifar leikarinn í Facebook-færslu sem hann gefur matarvef DV góðfúslegt leyfi til að endurbirta.

„Ég ákvað að nota tækifærið og skaut því að í samtali okkar hvort hann ætti ekki eitthvað gott tips fyrir almúgamann eins og mig þegar kæmi að heimabakstri. Eitthvað sem gæti sett smá slaufu á pönnukökubaksturinn um helgar. Hann hélt það nú!“ skrifar Jóhannes Haukur, en ráðið sem hann fékk er eitthvað sem allir verða að prófa.

„Hann benti mér á að fjúsa hvítu súkkulaði saman við þeytta rjómann til að gera hann extra bragðgóðan. Þvílíkt konsept! Rjómi með innbyggðu hvítu súkkulaði. Hann gaf mér nákvæmar leiðbeiningar og ég fór í málið med det samme.“

Hér á eftir fylgir uppskrift að þessum dásemdarrjóma sem glútenkóngurinn gaf leikaranum, sögð með einstökum frásagnarstíl þess síðarnefnda.

Rjómi með hvítu súkkulaði

Hráefni:

200 ml af rjóma
50 g hvítt súkkulaði (þorði ekki annað en að kaupa þetta með danska fánanum af því að Siggi býr og starfar þar)

Aðferð:

Svo hitar maður rjóman þar til hann er aaaaalveg við það að sjóða.

Þá kippir maður pottinum af og skellir súkkulaðinu ofaní. Hrærir í þar til sjokkolaðeð er bráðnað.

Þá setur maður þetta í skál og filmu yfir. Svo kemur annar meistara díteill. Setja filmuna þannig yfir að hún snerti yfirborð rjómans. Þá kemur engin skán! ENGIN SKÁN! Þetta þarf svo að standa í kæli þar til næsta dag og þá bara þeytir maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum
Matur
Fyrir 1 viku

Drukkin kona pantaði svo furðulegan Subway-bát að starfsmaðurinn tók mynd

Drukkin kona pantaði svo furðulegan Subway-bát að starfsmaðurinn tók mynd
Matur
Fyrir 3 vikum

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um franskar

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um franskar
Matur
Fyrir 3 vikum

Ég fór á ketómataræðið í 14 daga og þetta er það sem gerðist

Ég fór á ketómataræðið í 14 daga og þetta er það sem gerðist