fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. apríl 2024 07:00

Frá gosstöðvunum. Mynd: Veðurstofan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fordæmalaus staða er uppi á gosstöðvunum á Reykjanesi því land rís við Svartsengi þrátt fyrir að eldgos standi yfir við Sundhnúkagígaröðina. Óvíst er hvert þetta stefnir en Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, telur að forsendur séu til staðar fyrir tveimur gosum á sama tíma því þetta sé í fyrsta sinn sem land rís á meðan gos stendur yfir.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Páli að þróunin bendi til að kvikukerfið líti ekki alveg út eins og sérfræðingar hafa talið fram að þessu. „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona. Það er engin reynsla til að byggja á um hvað þetta kann að þýða upp á framtíðina,“ er haft eftir honum. Hann sagði einnig að hegðun af þessu tagi í rótum jarðar, hafi aldrei sést áður, hvorki hér á landi né erlendis.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki telja miklar líkur á tveimur gosum í einu, líklegra sé að það bæti í styrk yfirstandandi goss. „Við getum ekkert útilokað hinn möguleikann en mér þykir það nú líklegt miðað við það að kvika leitar yfirleitt eftir auðveldustu leiðum til yfirborðs. Hún reynir yfirleitt ekki að finna flóknar og erfiðar leiðir,“ sagði Þorvaldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar