fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

„Ég verð alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég fæ vondan hamborgara eða vondar franskar“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 19. október 2018 14:15

Guðni er mikill hamborgaramaður og telur sig vera með toppborgara á Craft Burger Kitchen. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fór til London fyrr á árinu en í Bretlandi eru að spretta upp mjög kasjúal hamborgarastaðir, eins og til dæmis Gourmet Burger Kitchen og Bleeker. Á þessum stöðum er mikið lagt upp úr gæðum í mat en allt annað rosalega hrátt. Ég var mjög hrifinn af þessu og hélt að þetta myndi skotganga hérna heima,“ segir Guðni Vignir Samúelsson. Guðni opnaði nýverið hamborgarastaðinn Craft Burger Kitchen ásamt Emil Helga Lárusson, sem á veitingastaðakeðjuna Serrano.

Öðruvísi hamborgarar

Þó Craft Burger Kitchen sé hamborgarastaður segir Guðni að hann sé langt því frá hefðbundinn.

Litadýrð á Craft Burger Kitchen. Mynd: DV/Hanna

„Við reynum að gera öðruvísi tvist á matinn. Við verðum með hefðbundna rétti, eins og ostborgara, beikonborgara og þess háttar. En við gerum þetta aðeins öðruvísi. Við bjóðum til að mynda upp á „dry aged“ blöndu sem við erum búnir að þróa og er rosalega góð. Þá erum við einnig með það sem kallað er Porchetta sem er svínasíða sem er rúlluð upp með purunni, krydduð að innan og langtímaelduð. Ég veit ekki til þess að það sé í boði hér á landi. Síðan erum við að sjálfsögðu með vegan borgara og alls kyns meðlæti eins og franskar, sætkartöflu franskar, hrásalat og djúpsteikt grænmeti.“

Sumt nýtt – annað ekki

Guðni og Emil hafa þekkst lengi, en Guðni hefur verið að vinna á Serrano meira og minna frá árinu 2008. Guðni er kokkur en þetta er í fyrsta sinn sem hann opnar sinn eigin veitingastað. Hann er að vonum mjög glaður með að þessi draumur sé orðinn að veruleika.

„Þetta er mjög spennandi. Ég var búinn að stefna að þessu í smá tíma, að opna mitt eigið konsept. Ég er spenntur fyrir vörunni sem ég hef í höndunum. Ég er búinn að sjá um ákveðnar hliðar af rekstrinum á Serrano í mörg ár, þannig að sumt er nýtt fyrir mér, annað ekki,“ segir Guðni.

Craft Burger Kitchen er í Kópavogi, nánar tiltekið á Nýbýlavegi 6-8, og er Guðni hæstánægður með að bæta staðnum inn í veitingastaðaflóruna í Kópavogi.

„Þetta er góð staðsetning og mjög miðsvæðis. Hér býr mikið af fólki og margir vinnustaðir hér í kring. Það er auðvelt aðgengi og til dæmis ekkert mál að fá bílastæði,“ segir Guðni og útilokar ekki að annað útibú verði opnað ef allt gengur vel. „Það er hollt og gott að auka samkeppni – það eykur flóruna í veitingastöðum.“

Tvöfalt kjöt – það ætti að fylla svanga maga. Mynd: DV/Hanna

Kjötið galdurinn á bak við góðan borgara

En þurfa Íslendingar enn einn hamborgarastaðinn?

„Já, það er alltaf hægt að bæta á sig. Þetta er einn vinsælasti skyndibitinn og hægt að tvíka hann fram og til baka. Hamborgari er nefnilega ekki bara hamborgari. Ég verð alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég fæ vondan hamborgara eða vondar franskar,“ segir Guðni.

Hver er þá galdurinn á bak við góðan hamborgara?

„Fyrst og fremst er það gott kjöt. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að fá réttu blönduna og viljum alls ekki kaffæra kjötinu í bragði. Allt sem við setjum á borgarana lyftir kjötinu og bragðinu upp. Við leggjum mikið upp úr því að fá gæðahráefni og hlökkum til að setja þetta í dóm fólksins.“

Nýr hamborgarastaður á Nýbýlavegi. Mynd: DV/Hanna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa