fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Mögnuðustu staðir í heimi til að setjast niður að snæðingi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 6. október 2018 19:00

Ótrúlegir staðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúxus bókunarfyrirtækið Small Luxury Hotels of The World hefur tekið saman bestu og mögnuðustu staðina í heiminum til að setjast niður að snæðingi.

Allt frá Sahara-eyðimörkinni til norskrar sveitasælu, hér eru nokkrir af þessum ótrúlegu stöðum.

Lautarferð í snjónum – Austurríki

Kristiania Lech-hótelið í Austurríki býður skíðafólki í rómantíska lautarferð í snjónum. Litríkir púðar, hlý teppi og kertaljós eru innifalin, og að sjálfsögðu líka lúxus snarl og kampavín.

Veitingastaður í sjónum – Maldíve-eyjar

Á Maldíve-eyjum er búið að koma fyrir veitingastað í sjónum við hótelið Baros Maldives. Veitingastaðagestir komast á staðinn á bát og geta sötrað kampavín við fallegt sólarlag. Sjö kokkar eru til reiðu til að matreiða kræsingar fyrir gestina, svo sem foie gras, kjötmeti og sushi.

Kvöldverður í Sahara-eyðimörkinni – Marokkó

Dar Ahlam í Ouarzazate býður gestum uppá óviðjafnanlega kvöldstund í Sahara-eyðimörkinni. Þjónar leiða gesti að borðinu og er leiðin upplýst með fjölda lukta. Eftir kvöldmat geta gestir síðan gist í tjaldi stutt frá.

Grillveisla í skóginum – Frakkland

Michelin-stjörnukokkurinn Fabien Beaufour vippar upp lúxusmáltíð í fallegum skógi á vegum Domaine Des Etangs. Fabien býður upp á kjötmeti og grænmeti eldað yfir opnum eldi.

Hádegismatur í þjóðgarði – Nýja-Sjáland

Gestir Hulbert House hafa þann möguleika að bóka ferð í Fiordland-þjóðgarðinn. Gestir ferðast með þyrlu upp á fjallstind og síðan í siglingu þar sem boðið er uppá alls kyns sjávarfang. Eftir matinn geta gestir farið um borð í eins konar kafbát og skoðað lífið í sjónum.

Teveisla við hver – Kína

Gestir Elite Spring Villas í Quanzhou í Kína geta komið sér fyrir í rólegum garði við heitan hver og drukkið te beint úr heitu uppsprettunni. Sex mismunandi tehverir eru á staðnum, til dæmis með grænu og svörtu tei sem á að vera heilsubætandi.

Matur við fjörðinn – Noregur

Þeir sem gista á Storfjord-hótelinu í Noregi geta snætt með útsýni yfir eitt lengsta fjörð Noregs og fallegan fjallagarð. Á meðan geta þeir gætt sér á réttum úr héraði sem eldaðir eru á gamla mátann.

Ekta Maja-eldhús – Belís

Hótel Ka‘ana Resort í San Ignacio í Belís býður gestum upp á mat sem Majar elduðu og eru kræsingarnar matreiddar í ekta ofni frá tímum Maja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa