fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Smábörnin á Alþingi

Svarthöfði
Sunnudaginn 17. maí 2020 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði átti ekki orð, ekki eitt aukatekið orð, eftir þingfund á þriðjudag þar sem alþingismenn beruðu, fyrir allra augum, þann sandkassaleik sem fer fram á „hæstvirtu“ Alþingi. Svo virðist sem einhugur hafi ríkt í velferðarnefnd um að kippa hlutabótaleiðinni í liðinn svo ekki væri lengur hægt að misnota hana með þeim hætti sem frá hefur verið greint undanfarnar vikur.

Hins vegar ríkti ekki einhugur um með hvaða hætti lagfæringarnar færu fram. Stjórnarmeirihlutinn í nefndinni reyndi að dulbúa þetta ósætti í það form að vel þyrfti að vanda til verka með þessar lagfæringar og því væri rétt að láta ráðherra um að leggja fram breytingarnar sem gætu þá ekki komið til framkvæmda fyrr en eftir þrjár vikur.

Minnihlutinn, þeirra á meðal formaður velferðarnefndar, vildi hins vegar ráðast í breytingarnar strax, enda væru miklir hagsmunir í húfi. Fyrir þessar breytinga var tilbúið frumvarp, búið að bera það undir sérfræðinga og því taldi minnihlutinn ekki til setunnar boðið og best að leggja þetta umsvifalaust fram fyrir þingið, enda fordæmi fyrir því að nefndir þingsins komi slíkum breytingum í gegn.

Þarna sá minnihlutinn að sjálfsögðu tækifæri til að fá nafn sitt við þessar breytingar, sem væri væn fjöður í hattinn, og meirihlutinn að sjálfsögðu ekki tilbúinn að gefa þá fjöður eftir, þegjandi og hljóðalaust.

Svarthöfði skal setja þetta fram á einfaldari hátt. Allir sammála um að breytingarnar þurfi að gera og gera þær nokkuð hratt. Hins vegar vilja allir fá heiðurinn af því.

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, tók svo á sig hlutverk leikskólakennarans (eða reyndi það) í þessum aðstæðum og skammaði meðlimi velferðarnefndar fyrir að opinbera meint trúnaðarmál frá lokuðum nefndarfundi á Alþingi með þessum hætti. „Skamm, skamm, svona gerir maður ekki. Maður ræðir svona sín á milli en ekki á Alþingi,“ sagði hann, nánast orðrétt, þó að Svarthöfði leyfi sér smá umorðun. En að sjálfsögðu beindi Steingrímur orðum sínum helst til minnihlutans. Enda honum ekki stætt á að gagnrýna eigin liðsmenn.

Djöfull getur þessi sandkassaleikur verið þreytandi fyrir fólk eins og Svarthöfða. Til hvers yfir höfuð að leyfa minnihluta á þingi ef það er ekki séns í helvíti að hann komi nokkrum málum í gegn, hversu góð sem þau eru? Virðist þarna engu skipta að minnihlutinn er kominn á þing með viss atkvæði að baki sér. Nei, það virðist vera óskrifuð regla að minnihlutann skuli í öllum tilvikum skilja út undan, eða að minnsta kosti leyfa honum ekki að ver’ann.

Alþingi er bara uppfullt af jakkafataklæddum leikskólabörnum, sem rífast um hver fær að vera fyrstur og hver fær að vaka lengst. Öllu máli skiptir hver fær að skrifa nafnið sitt fyrstur á eitthvert jakkafataklætt blað. Á meðan er hlutabótaleiðin enn gölluð, með allri þeirri áhættu sem því fylgir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur