fbpx
Mánudagur 24.mars 2025
Fréttir

Trefjar smíða fyrir First Water

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. mars 2025 11:36

Úr verksmiðju Trefja í Hafnarfirði. Hér er verið afforma stykki sem er hluti af niðurfalli í eldiskeri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trefjar í Hafnarfirði annast smíði á botnstykkjum í laxeldisker fyrir First Water. Fyrsta afhending fór fram í Þorlákshöfn á dögunum. 

„Þetta verkefni er til vitnis um jákvæð áhrif fiskeldisins á önnur fyrirtæki í landinu. Uppbygging First Water hefur verið hröð og það er gaman að eiga þátt í verkefni af þessari stærðargráðu. Það er magnað að sjá uppbygginguna í Þorlákshöfn og ekki víst að allir átti sig á stærðunum í þessu verkefni. Smíði fyrir fiskeldi er orðin æ fyrirferðameiri í starfseminni hjá okkur og fer vaxandi,“ segir Óskar Hafnfjörð Auðunsson, forstjóri Trefja.

Óskar Hafnfjörð Auðunsson, forstjóri Trefja

Trefjar og First Water hafa starfað saman áður en Trefjar smíðuðu 400 rúmmetra ker fyrir seiðaeldi og 750 rúmmetra fyrir landeldi sem eru í notkun alla daga í Þorlákshöfn. Í þessum áfanga munu Trefjar afhenda First Water fimm mismunandi hluti úr trefjaplasti sem settir eru saman í eitt. Botnstykkið myndar nokkurs konar niðurfall sem notað er til að viðhalda hringrás vatnsinsog flytja lifandi fisk.

Úr verksmiðju Trefja í Hafnarfirði. Hér er verið afforma stykki sem er hluti af niðurfalli í eldiskeri.

Trefjaplast er ótrúlega endingargott, sterkt, létt og efnaþolið að sögn Óskars svo það er kjörið í verkefni sem þessi. „Möguleikarnir til að móta og laga efnið eru endalausir og svo er vert að nefna að trefjaplast hefur mjög lítið kolefnisfótspor miðað við mörg önnur efni, svo sem stál og steypu.“ 

Til að bæta framleiðsluferlið og flýta fyrir hafa Trefjar fjárfest í 5-ása CNC-fræs. „Slík vél gerir okkur kleift að sérsmíða flókna íhluti á stuttum tíma á nákvæman hátt. Þannig getum við mætt þörfum viðskiptavina enn betur og er hluti af þeirri tækni- og sjálfvirknivæðingu semvið stöndum frammi fyrir núna,“ bætir Óskar við.

Óskar Hafnfjörð Auðunsson, forstjóri Trefja, og Úlfar Þór Viðarsson, framkvæmdastjóri rekstrar í Trefjum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áslaug Arna svarar fyrir sig í tengdamóðurmálinu – „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar“

Áslaug Arna svarar fyrir sig í tengdamóðurmálinu – „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar“
Fréttir
Í gær

Össur kallar eftir að RÚV kanni hlut Áslaugar Örnu

Össur kallar eftir að RÚV kanni hlut Áslaugar Örnu