fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Réttað yfir árásarmanni Mette Fredriksen sem einnig er sakaður um kynferðisbrot – „Í þessum aðstæðum virtist hann vera reiður“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 14:30

Mette sjálf mun ekki mæta fyrir dóminn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöldin yfir manninum sem kýldi Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, í júní eru hafin. Maðurinn segist ekki muna mikið vegna áfengis og vímuefnanotkunar. Hann er einnig sakaður um kynferðisbrot og fjársvik.

Maðurinn er 39 ára gamall Pólverji sem fluttist til Danmerkur árið 2019. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn þann 7. júní síðastliðinn fyrir að kýla Fredriksen í upphandlegginn á götu úti í miðborg Kaupmannahafnar. Hún var að tala í síma þegar maðurinn veittist að henni og sagði eitthvað sem hún skyldi ekki.

Virtist reiður

Forsætisráðherrann fékk hnykk eftir höggið en hún mun ekki mæta fyrir dóminn eins og segir í frétt Ekstrabladet. Það gerði hins vegar lífvörður hennar sem vitnaði um að maðurinn hefði kýlt hana.

„Í þessum aðstæðum virtist hann vera reiður,“ sagði lífvörðurinn sem gaf einungis upp númer sitt, KF081.

Verjandinn segir að hinn ákærði lýsi yfir sakleysi sínu í málinu. Hann myndi ekki mikið eftir atvikinu vegna ölvunar og fíkniefnaneyslu sinnar.

Fleiri ákærur

Maðurinn er ekki aðeins ákærður fyrir líkamsárás á forsætisráðherrann. Hann er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot og fjársvik. Það er að hafa berað sig á götu úti fyrir framan fólk og að hafa káfað á konu í lest. Einnig að hafa reynt að svíkja út fé úr stórverslunum með skilamerktum flöskum og dósum. Ólíkt árásinni á forsætisráðherrann hefur maðurinn gengist við þessum brotum.

Ekki er búist við því að réttarhöldin taki langan tíma. Hugsanlega gæti niðurstaða legið fyrir í málinu strax á morgun, miðvikudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki