fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Þess vegna telja sérfræðingar að gosið verði langlíft

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. mars 2024 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er góður kraftur í eldgosinu sem hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells á laugardagskvöld. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir á Facebook að gosopum hafi ekkert fækkað frá því í byrjun vikunnar og framleiðnin sé því áfram merkilega stöðug.

Í færslu sem birtist á Facebook-síðu hópsins í hádeginu eru tíundaðar ástæður þess að gosið gæti dregist á langinn.

„Nú þykir einnig nokkuð ljóst að landris í Svartsengi hefur stoppað. Því virðist ákveðið jafnvægi vera komið á kerfið – innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. Síðustu mánuði hefur slíkt sírennsli ekki verið til staðar, heldur hefur innstreymið safnast fyrir í grunnstæðu kvikuhólfi/laggangi undir Svartsengi, sem síðan hefur orsakað ítrekuð, skammlíf eldgos þegar þrýstingur í hólfinu var nægur til að brjóta leið upp á yfirborð.“

Bent er á það að þetta innstreymi hafi verið í gangi síðan í október, eða í tæplega hálft ár.

„Því má ætla að eldgosið gæti orðið nokkuð langdregið, þar sem engar vísbendingar hafa verið um það síðustu mánuði um að tekið sé að hægja á þessu innstreymi. Hraunbreiðan hefur síðustu daga hækkað töluvert norðan leiðigarðana við Grindavík. Ásýnd landsins hefur þar breyst mikið frá því um síðustu helgi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“