fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Fréttir

Tekjudagar DV: Þetta fá ráðuneytisstjórarnir í laun – Laun Ásdísar tvöfaldast

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru eflaust fá börn sem dreymir um að verða ráðuneytisstjórar þegar þau verða stór en ef þau vissu af launatékkanum sem fylgir starfinu þá myndu ábyggilega einhver þeirra setja stefnuna beinustu leið þangað. Ráðuneytisstjórarnir áttu ekki erfitt með að ná endum saman árið 2021 þar sem mánaðarlaun þeirra, sem úttekt DV náði til, voru frá 1,7 og upp í tæpar 1,9 milljónir króna.

Eftir að hafa séð þessi laun eru án efa einhver börn þarna úti sem ætla sér að fara í nám í stjórnun til að verða ráðuneytisstjórar þrátt fyrir að þau viti kannski ekkert hvað ráðuneytisstjórar gera. Til að einfalda málið fyrir börnin (og allt hitt fólkið sem hefur ekki hugmynd um hvað ráðuneytisstjórar gera) þá stýra ráðuneytisstjórar ráðuneytum undir yfirstjórn ráðherra. Völd þeirra eru því mikil í samfélaginu og launatékkinn endurspeglar það augljóslega.

En ráðuneytisstjórarnir voru ekki allir með nákvæmlega sömu mánaðarlaunin árið 2021. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála og efnahagsráðuneytisins, trónir á toppnum meðal kollega sína með tæpar 1,9 milljónir á mánuði. Ragnhildur Hjaltadóttir,  ráðuneytisstjóri Innviðaráðuneytisins, fylgir honum fast á eftir með 1,85 milljónir á mánði og Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, er svo næst í röðinni með um 1,84 milljónir á mánuði.

Neðst á listanum er Ásdís Halla Bragadóttir en hún var með 941 þúsund í mánaðarlaun árið 2021. Ástæðan fyrir því að Ásdís er með svona miklu lægri laun en hinir er ekki sú að hún er léleg í að semja um laun heldur varð hún ekki ráðuneytisstjóri fyrr en í apríl á þessu ári. Með nýja starfinu eru laun Ásdísar því búin að tvöfaldast frá því í fyrra.

Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins 1.889.812 kr.
Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri Innviðaráðuneytisins 1.851.177 kr.
Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins 1.837.019 kr.
Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins 1.794.521 kr.
Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins 1.774.699 kr.
Gissur Pétursson ráðuneytisstjóri félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins 1.757.194 kr.
Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins 1.736.840 kr.
Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins 941.569 kr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

23 létust í árás Rússa á bílalest óbreyttra borgara

23 létust í árás Rússa á bílalest óbreyttra borgara
Fréttir
Í gær

Kona fundin sek um innflutning á töluverðu magni af kókaíni

Kona fundin sek um innflutning á töluverðu magni af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnar loka þjóðvegi og nota sem flugvöll fyrir herþotur

Finnar loka þjóðvegi og nota sem flugvöll fyrir herþotur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“