fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Tálbeita gómaði tvo íslenska menn sem héldu að þeir væru að tala við 14 ára stelpu – „Ég ætlaði aldrei að sofa hjá henni, ég vildi bara að kynnast henni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. desember 2022 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr aldamótum voru bandarísku sjónvarpsþættirnir To Catch a Predator, þar sem barnaperrar voru gómaðir í beinni, afar vinsælir. Þættirnir hófu göngu sína árið 2004 en síðasti þátturinn kom út árið 2007. Með tilkomu samfélagsmiðla fór venjulegt fólk að feta í fótspor Chris Hansen, þáttastjórnanda To Catch a Predator, villa á sér heimildir sem börn og taka svo myndband af  þeim sem sögðust hafa áhuga á að eiga í samræði við þau.

Hafa slík myndbönd í gegnum tíðina vakið mikla athygli og orðið, að því virðist, algengari með árunum. Svona myndbönd hafa einnig verið tekin upp á Íslandi. Það vakti til að mynda mikla athygli árið 2018 þegar Jóhannes Gísli Eggertsson, sem var þá nokkuð þekktur á samfélagsmiðlinum Snapchat, leiddi sextugan mann í gildru með því að þykjast vera 14 ára stelpa. Jóhannes tók það upp á myndband sem varð afar umdeilt.

Í umfjöllun Vísis á sínum tíma kom fram að samfélagið þyrfti að spyrja sig þeirra spurningar hvort vert væri að varpa formlegum leiðum, aðferðum réttarríkisins, fyrir róða og láta dómsstól götunnar sjá um mál sem þessi.

Var Jóhannes meðal annars tekinn í yfirheyrslu hjá lögreglu vegna málsins enda líkur á að athæfið væri ólöglegt.

„Ég er bara tálbeita“

Nú er útlit fyrir að myndbönd sem þessi séu aftur farin að ryðja sér til rúms hér á landi, ef marka má tvö myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlinum TikTok í gær. Aðgangurinn sem birtir myndböndin hefur einungis birt þau myndbönd og kemur ekki fram hver tók þau upp.

Í öðru myndbandinu er rætt við eldri mann í bíl sem virðist hafa ætlað sér að hitta 13-14 ára stelpu. Sá sem tekur myndbandið upp sýnir skjáskot af skilaboðum sem maðurinn sendi á „stelpuna“ og eru þau mörg hver kynferðislegs eðlis. „Núna væri ég alveg til í að vera með brjóstin þín nakin í hrömmunum mínum og hnoða þau og erta geirvörturnar…“ má til dæmis sjá skrifað í skjáskotunum. Þá eru einnig birt skjáskot af myndum af manninum sem hann á að hafa sent á „stelpuna“.

Hitt myndbandið sýnir annan mann í bíl en sá er á fertugsaldri. Maðurinn sem tekur upp myndbandið reynir að ræða við manninn í bílnum en þegar hann sér hvað er í gangi keyrir hann í burtu. „Hann er í sambandi með konu sem er 30 ára gömul. Þau vildu bæði sofa hjá henni og voru með sér Snapchat fyrir kynlíf með þriðja einstaklingi,“ segir í myndbandinu. Þá eru einnig birt skjáskot af samskiptum mannsins við „tálbeituna“ sem viðkomandi heldur að sé stelpa sem fædd er árið árið 2008.

„Ég skal leyfa þér að vera með konunni minni ef þig langar að prufa hana? Getur verið með henni einni líka.. eða þúst ég vill allavega horfa smá,“ má til dæmis sjá skrifað í skjáskotunum. Þegar „stelpan“ spyr hvaða ár maðurinn og konan eru fædd er henni svarað. Þá segir „stelpan“ að hún sé fædd árið 2008 og svo virðist vera sem maðurinn sem ræðir við hana hafi ekkert út á það að setja. Þá biður maðurinn „stelpuna“ um að senda sér myndir af kynfærunum sínum.

Í myndbandinu má heyra það sem hljómar eins og símtal milli tálbeitunnar og mannsins sem hélt að hann væri að tala við 14 ára stelpu. „Það skiptir ekki máli hvað ég skrifa, ég er bara tálbeita. Það ert þú sem ætlaðir að sofa hjá 13-14 ára stelpu,“ segir tálbeitan og maðurinn svarar: „Nei, ég ætlaði aldrei að sofa hjá henni, ég vildi bara að kynnast henni eins og ég sagði áðan. Ég vill ekki sofa hjá henni eða neitt.“

Netverjar á TikTok þakklátir tálbeitunni

Þessi tvö myndbönd hafa vakið athygli á TikTok en þegar þetta er skrifað eru þau með um 17 þúsund áhorf og fengið nokkuð af athugasemdum. Þeir netverjar sem hafa þegar skrifað athugasemdir við myndböndin eru allir á þeirri skoðun að tálbeitan sé að vinna göfugt starf og þakka margir henni fyrir. „Djöfulsins konungur ertu að exposa svona helvítis aumingja,“ segir til dæmis í einni athugasemdinni. „King fyrir að gera þetta,“ segir í annarri. „Vel gert!! Þú ert meistari, haltu áfram að gera þetta!“ segir svo í enn annarri.

Mennirnir tveir sem voru gómaðir í myndböndunum og nafngreildir fá að vonum ekki jafn góðar móttökur frá netverjunum og uppskera fúkyrðaflaum frá þeim. „Oj svona fólk á skilið að rotna,“ segir einn netverji. „Djöfulsins viðbjóður!“ segir annar. „Það á að brenna svona kvikindi“ segir svo enn annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð