fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ferðaglaðir Íslendingar settu met í október

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 09:00

Leifsstöð. Ljósmynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október voru brottfarir Íslendinga frá landinu 72.000 og hafa aldrei mælst fleiri í október. Mánuðurinn var því metmánuður hvað varðar utanlandsferðir landsmanna og því óhætt að segja að mikil ferðagleði ríki.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, að þetta staðfesti að Íslendingar hagi sér eins og aðrar þjóðir og að ferðaviljinn hafi verið orðinn mikill.

Tæplega 159.000 brottfarir voru frá Keflavíkurflugvelli í október og var þetta fjórði fjölmennasti októbermánuðurinn frá því að mælingar hófust.

Bandaríkjamenn eru fjölmennastir þeirra ferðamanna sem koma til landsins þessa mánuðina en í október voru þeir þriðjungur allra ferðamanna.

Jóhannes sagði að eftirspurnin hafi verið meiri á árinu en reiknað var með.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu