fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Fréttir

Karlmaður stunginn til bana í Ólafsfirði í nótt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. október 2022 11:04

Ólafsfjörður - Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var stunginn til bana í Ólafsfirði í nótt. Búið er að handtaka fjóra einstaklinga vegna málsins en þeir njóta allir réttarstöðu sakbornings. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Óskað var eftir lögregluaðstoð að húsi í Ólafsfirði klukkan 02:34 í nótt þar sem maður hafði verið stunginn með eggvopni. „Lögreglumenn frá Akureyri héldu þegar á staðinn og lögreglumenn á bakvakt á Tröllaskaga voru ræstir út. Þá voru tveir sérsveitarmenn ræstir út frá Akureyri,“ segir lögreglan í tilkynningunni.

„Þegar fyrstu lögreglumenn komu á vettvang, voru endurlífgunartilraunir hafnar á karlmanni, sem var með áverka. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi.“

Enginn er eftirlýstur vegna málsins en rannsókn þess er nú í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Rannsókn málsins er á algjöru frumstigi og mikil vinna lögreglu framundan. Vegna rannsóknarhagsmuna er því ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það að svo komnu,“ segir lögreglan.

Tekin verður ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum sakborninganna seinna í dag.

Í frétt RÚVum málið segir að sá látni og einn þeirra sem var handtekinn hafi átt í deilum í nokkurn tíma. Þá segir að sá handtekni hafi haft í hótunum við fjölskyldu hins látna fyrr á árinu og hótað syni hans lífláti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Í gær

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna