Sjá einnig: Íbúi í Ólafsfirði fékk ískyggilegt símtal eftir voðaverkið í nótt:„Núna hefur eitthvað slæmt gerst“
„Vettvangsrannsókn er lokið og hefur verið farið fram á réttarkrufningu yfir hinum látna.
Rannsókn málsins er í fullum gangi og miðar að því að upplýsa málsatvik. Lögregla telur sig hafa þá í haldi sem eru viðriðnir málið.
Þá viljum við minna á hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem alltaf er opinn,“ segir í tilkynningunni.
Þess má geta að kyrrðarstund verður haldin í Ólafsfjarðarkirkju í kvöld kl. 20.