fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Banamaður Daníels ber vitni í Héraðsdómi Reykjaness – „Hann hélt í rúðuna og öskraði Stop the Car!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. febrúar 2022 11:24

Dumitru Callin í Héraðsdómi Reykjaness. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dumitru Calin heitir 25 ára gamall Rúmeni sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að koma manni í nauð ekki til bjargar. Hinn látni er Daníel Eiríksson sem lést vegna áverka sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt að Vindakór í Kópavogi,  2. apríl árið 2021.

Fjölskylda Daníels er viðstödd réttarhöldin en þau eru mjög ósátt við ákæruna yfir Dumitru og telja þau að hann hafi myrt Daníel af ásettu ráði. Faðir Daníel er Eiríkur Sigurbjörnsson, sjónvarpsstóri Omega. Situr hann á fremsta bekk með andlitsgrímu og fylgist með vitnaleiðslunum.

Segist hafa verið ofsahræddur og flúið af vettvangi

Dumitru segist hafa komið að heimili Daníels til að selja honum fíkniefni. Daníel hafi hins vegar borið kennsl á hann vegna fyrri samskipta þeirra og verið mjög ógnandi við hann. Hafi hann ekki viljað borgað fyrir fíkniefnum en hann hafi rétt honum síma sinn inn um bílgluggann. Dumitru hafi rétt honum símann aftur og hafi hann orðið mjög hræddur þegar hann áttaði sig á því hver þetta var. Daníel hafi áður ráðist á hann á heimili Dumitru með haglabyssu og hafi Dumitru naumlega flúið hann út um glugga en verið með áverka eftir haglabyssuna því Daníel hafi barið sig með henni.

Dumitru segir að Daníel hafi haldið annarri hendi í bílrúðuna en haft hina í vasanum. Hann hafi óttast að Daníel væri að fara að taka vopn upp úr vasa sínum og hann hafi ekið af stað, ætlað að flýja af vettvangi. Daníel hafi þá gripið með hinni hendinni um rúðuna og dregist áfram með bílnum.

Dumitru segist hafa tekið á 15-20 km/klst. hraða um 15 metra leið þar til Daníel féll af bílnum. Hann hafi síðan séð í baksýnisspeglinum að Daníel var að rísa á fætur og hann taldi hann ætlaði að elta bílinn. Ekki hafi hvarflað að honum að hann væri slasaður.

„Ég var bara ofboðslega hræddur og vildi komast burtu,“ segir Dumitru. „Ég sá hann detta en mig grunaði ekki að það væri neitt að honum.“

„Hann hélt í rúðuna og öskraði Stop the Car! aftur og aftur,“ sagði Dumitru meðal annars um átökin í Vindakór.

Dumitru var spurður út í hvers vegna hann hafi sent Daníel fjölmörg smáskilaboð eftir atvikið. Voru þau þess efnis að Daníel hefði ætlað að ræna hann og hann vildi þess vegna ekki eiga viðskipti við hann og hann þyrfti að snúa sér annað.

Dumitru segist ekki hafa getað sofið og hann hafi verið hræddur um að Daníel væri að leita að honum.

Dumitru Calin. Mynd: Ernir

Fjölmörg önnur afbrot

Dumitru er einnig ákærður fyrir 8 umferðarlagabrot og fjölmörg þjófnaðarbrot. Er hann meðal annars sagður hafa stolið 15 farsímum. Hann játaði sumt af þessu en ekki allt, t.d. ekki ákæru um þjófnað úr Byko. Segir hann vin sinn hafa verið þar að verki. Einnig sagðist hann ekki vitað hvað hann hafi stolið mörgum farsímum og hve mörgum vinur hans hefði stolið.

Dumitru segist ekki hafa komið í Vindakór til að meiða neinn. Honum þyki hryggilegt hvernig þetta fór allt saman.

 

Sjá einnig: Eiríkur segir Dumitru hafa stolið hálsmeni móður Daníels

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala