fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Reynslusögur gegn Ingó Veðurguð dregnar í efa – „Þetta sannar að þú gleypir við öllu og dreifir lygum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. júlí 2021 21:30

Ingólfur Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú ert svo vitlaus elskan, ég hef dreift til þín sögum frá mismunandi reikningum og þú gleypir við því … Þetta sannar að þú gleypir við öllu og dreifir lygum án þess að ábyrgjast,“ segir nafnlaus kona í skilaboðum til Tönju Ísfjörð, sem er ein talskona baráttuhópsins Öfgar, á Twitter í dag. Konan segist hafa sent lygasögur um Ingó Veðurguð sem hafi orðið að efni í reynslusögur sem baráttuhópurinn Öfgar birti á TikTok í dag.

Sjá einnig: Tuttugu nafnlausar sögur birtar um meinta ofbeldishegðun Ingós Veðurguðs

Konan hefur áður birt tíst sem viðbragð við hvatningu annarrar baráttukonu, um þekktan fjölmiðlamann annars vegar og þekktan tónlistarmann hins vegar. Þær ásakanir urðu að fréttaefni á vefnum mannlíf.is. Segir konan að þær ásakanir hafi verið helber uppspuni.

Konan segist núna hafa leikið sama leikinn gegn Tönju og sent henni upplognar reynslusögur um meint ofbeldi Ingós. Þess skal getið að ekki hefur tekist að hafa uppi á konunni á bak við þennan Twitter-reikning og honum hefur nú verið eytt. Segist hún enda leika þennan leik á mörgum mismunandi Twitter-reikningum.

Ásakanir konunnar vekja engu að síður spurningar um heimildir og uppruna þeirra reynslusagna sem baráttuhópurinn Öfgar er að birta um Ingó Veðurguð á TikTok. DV hafði því samband við hópinn og spurði hvort þær sem safna reynslusögunum væru í persónulegu sambandi við viðkomandi konur. Hópurinn segir svo vera og veitti DV eftirfarandi svar, þar sem einnig er áréttað að Ingó Veðurguð hafi ekki verið nafngreindur í ásökununum:

„Við höfum hvergi nefnt hver maðurinn sem um ræðir í myndböndunum okkar sé. Við höfum tekið burt öll kennileiti og annað sem gæti tengt sögurnar við ákveðinn mann.

En almennt svar okkar er þetta: Sögurnar um eina og sama manninn sem okkur hefur verið að berast síðastliðin tvö ár eru staðfestar. Við höfum talað við allar konurnar og höfum m.a. séð myndir af meintum áverkum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”