fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Víðir opnar sig um leitina að frænda sínum – „Elsku Rósinkrans, ég veit að þú munt halda áfram að vernda mig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. október 2021 09:30

Rósinkrans (t.v.) og Víðir. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Víðisson hefur verið í fréttum undanfarið í kjölfar þess að frændi hans, Rósinkrans Már Konráðsson, féll af sæþotu í Kalmarssundi í Svíþjóð laugardaginn 25. september. Víðir var með hópi fólks úti í Svíþjóð að leita að Rósinkrans við erfiðar aðstæður.

Fjölskylda og vinir Rósinkrans eru nú úrkula vonar um að Rósinkrans finnist á lífi.

Víðir ræddi leitina við DV í síðustu viku er hún stóð sem hæst. Kom þar fram að um 15 manna hópur ættingja og vina Rósinkrans leituðu að honum. Litla hjálp var að fá frá sænskum yfirvöldum sem höfðu gefið leit upp á bátinn eftir fyrsta dag.

Víðir hefur nú birt áhrifamikinn og tilfinningaþrunginn pistil um málið sem hann veitti DV góðfúslega leyfi til að fjalla um. Fer hann þar yfir söguna allt frá því hann fékk fréttirnar erfiðu þann 25. september. Segir hann að Rósinkrans, frændi sinn, hafi alltaf stutt sig í gegnum lífið og gert allt fyrir sig:

„Fyrir rúmlega viku þann 25. sept fékk ég mögulega versta símtal sem ég hef fengið.

Að uppáhalds frændi minn væri týndur, eftir að hafa verið út á sjó á jetski í Svíþjóð, (sem hann býr..)Ég hringdi beint í konuna hans og fann fyrir hræðslu röddinni hennar og börnin hennar grátandi fyrir aftan…

Svo leið nóttin og ég fann fyrir svo miklum vanmætti og að geta ekki gert neitt í þessari stöðu.

Fyrir frænda sem gerði gjörsamlega allt fyrir mig. Það skipti engu máli hvað ég var að berjast við í lífinu þá stóð hann alltaf á bakvið mig, hvort sem það var gáfuleg ákvörðun eða vitlaus ákvörðun, þá var hann bara alltaf þarna!“

Fram kemur í pistlinum að Víðir hætti við ferð með konu og börnum til Spánar og fór þess í stað í leiðangurinn til Svíþjóðar að leita að Rósinkrans. Eiginkonan studdi hann í þessari ákvörðun og hvatti hann áfram. Víðfeðmt hafið fyllti Víði vanmætti en samstaða fólksins sem tók þátt í leitinni vóg upp á móti og gaf honum kraft. Tilfinningarnar ólga í Víði, því hann var að leita að manni sem hefur ávallt verið honum svo kær og hefur passað upp á hann síðan hann var pínulítill:

„Þessi vika var ein öflugasta vika sem ég hef upplifað, að sjá samstöðuna og kraftinn sem við Íslendingar eigum er gríðarlegt kraftaverk, en að sama skapi var þetta ein erfiðasta vika sem ég hef upplifað ,þar sem þessi aðili sem er týndur er ekki bara skyldur mér heldur er hann líka einn af mínum bestu vinum og hefur passað uppá mig frá því að ég var með bleyju.“

Pistil Víðis má lesa í heild með því að smella á tengilinn hér að neðan en í lok hans kveður hann frænda sinn með þessum fallegu orðum:

„Elsku Rósinkrans, ég veit að þú munt halda áfram að vernda mig og vera í hjartanu mínu og ég óska þess svo innilega að þú finnist því ég vil ekki skilja þig eftir úti á sjó!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga