fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Frændi og vinir leita að íslenska sæþotufaranum sem hvarf í Svíþjóð – Þurfa sárlega á stuðningi að halda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. september 2021 12:00

Samsett mynd, aðsent efni. Víðir Víðirsson (t.v.), Ólafur Ragnar Ólafsson. Á myndina vantar félaga þeirra, Björn Loftsson. Til hægri er leiðin sem sem þrædd hefur verið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur sæþotugarpur (JetSki) sem var að stunda sport sitt í Kalmar-sundinu í Svíþjóð hefur verið týndur síðan á laugardag. Maðurinn hafði haldið til á eyjunni Öland, á tjaldsstæði sem ber heitið Lundegård Camping.

Íslenskur frændi mannsins, Víðir Víðisson, og tveir vinir hans, Ólafur Ragnar Ólafsson og Björn Loftsson, héldu til Svíþjóðar og leita nú að hinum týnda með aðstoð kafara og dálítils hóps leitarfólks.

„Við erum í kringum 15 manns, bara ættingjar og vinir,“ segir Víðir í samtali við DV, sem náði tali af honum rétt áður en hann hélt út til leitar. Aðspurður sagði hann að leitarskilyrði væru ekki mjög hagstæð í dag: „Það er frekar hvasst núna og erfiðar aðstæður úti á sjó.“

Víðir segir litla hjálp að hafa frá sænskum yfivöldum sem hafi þó leitað fyrsta daginn. „Svo var haft samband við samtökin Missing People hér í Svíþjóð og þau hafa auglýst eftir sjálfsboðaliðum við leitina en það hafa mjög fáir boðið sig fram,“ segir Víðir og virðist honum sem önnur viðhorf ríki hjá bæði yfirvöldum og almenningi í Svíþjóð en á Íslandi þegar kemur að leit að fólki í hrakningum eða fólki sem er saknað.

„Við erum bara gamlir sjósleðamenn og krossarar sem fóru út á Jet-skiin sín og erum að þræða svæðið í leita að okkar týnda félaga,“ segir Víðir.

En leiðangurinn er fjárfrekur og þeir félagar þurfa á stuðningi að halda: 

„Núna vantar okkur fjárhagslegan stuðning þannig að ég hef ákveðið að stofna reikning fyrir þann styrk og borga ég þær græjur sem þarf fyrir þann stuðning sem við þurfum og afgangurinn mun fara inn á eiginkonu frænda míns,“ segir Víðir. Þá félaga skortir fé fyrir dróna, mat, gistingu og fleira, auk þess sem þeir vilja styrkja eiginkonu Íslendingsins sem er saknað.

Þeir sem vilja láta eitthvert fé af hendi rakna í þetta þarfa verkefni eru beðnir um að skoða reikningsupplýsingarnar hér fyrir neðan – margt smátt gerir eitt stórt:

0549-14-401028 kt. 120989-2519

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni