fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Dökk framtíðarspá Stefáns Einars – „Það var bara eitt skot í byssunni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 18:00

Stefán Einar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, telur í ljós tíðinda undanfarið um veldisvöxt í Covid-smitum hér innanlands, þar sem yfirgnæfandi meirihluti smitaðra eru fullbólusettir, að bólusetningar hafi veitt falskt öryggi.

Margir telja hertar samkomutakmarkanir vera yfirvofandi en innanlandsmit í gær voru 56.

Í ljósi þessa ástands telur Stefán að framtíðarhorfur séu mjög dökkar og fátækt muni aukast. Hann ritaði eftirfarandi pistil um stöðuna á Facebook:

„Nú eru yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda að lama samfélagið nýju. Óttinn hefur gripið um sig og allt fer í sama farið og fyrir u.þ.b. ári síðan. Þetta gerist þótt búið sé að bólusetja um 90% Íslendinga 16 ára og eldri.

Það bendir til þess að bólusetningin hafi veitt falskt öryggi og að læknavísindin hafi engin svör við hinni skæðu veiru. Þá hljóta að vakna spurningar um hvernig verði hægt að vinna bug á óværunni. Þurfum við að bíða þetta af okkur á næstu árum og sjá hagkerfi heimsins í rúst í kjölfarið með ófyrirséðum afleiðingum eða þurfum við að bíða nýrra bóluefna?

Það er kannski ekki sanngjarnt að krefja sóttvarnaryfirvöld um svör við þessum spurningum á þessari stundu en viðfangsefni stjórnmálamanna munu breytast á komandi mánuðum. Félagslegur óstöðugleiki mun aukast, fátækt mun aukast, atvinnuleysi verður viðvarandi, ríkissjóðir munu tæmast og vopnin sem beitt var á síðustu 18 mánuðum eru ekki lengur til staðar. Það var bara eitt skot í byssunni og því var beitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”