fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Joshua dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum: Dró hana niður stigann og nauðgaði henni aftur – Hún óttaðist um líf sitt

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 17:44

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joshua Ikechukwu Mogbolu var í vikunni dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að nauðga tveimur konum. Hann fékk fjögurra og hálfs árs dóm og þarf auk þess að greiða þolendum sínum margar milljónir. Fyrri nauðgunin átti sér stað þann 1. mars árið 2020 og sú seinni 25. júlí sama ár. Joshua er fæddur árið 2000 og býr í Hafnarfirði

Í fyrra atvikinu hitti kona Joshua á skemmtistað og ákváðu þau að fara heim saman í leigubíl. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að hún hafi ekki munað eftir bílferðinni sökum ölvunar, en mundi eftir að hafa gengið niður tröppur og farið með manninum í kjallaraherbergi. Þar hafi hann klætt hana úr buxunum og svo hafi hann byrjað að hafa samfarir við hana.

Til að byrja með segist konan hafa verið samþykk kynmökunum, en svo hafi hún fundið fyrir sársauka, byrjað að gráta, beðið manninn um að hætta og reynt að ýta honum af sér. Hún taldi skýrt að hann væri meðvitaður um að hún væri ekki samþykk samförunum og taldi sig jafnvel hafa heyrt hann hlæja þegar hún grét.

Óttaðist um líf sitt

Skyndilega hafi hann þó hætt og þá hljóp hún úr herberginu, nakin að neðan. Í frumskýrslu sagðist hún hafa skriðið upp stiga, til að komast frá honum. Fyrir dómi greindi hún frá því að hún hafi bankað á dyr og öskrað til að gera nágrönnum viðvart um ástandið.

Hún lýsir því að hún hafi orðið mjög hrædd þegar hún vissi að Joshua væri að elta hana. Hann hafi náð í hana, dregið hana niður stigann, inn í herbergið og nauðgað henni aftur. Hún sagðist þá hafa óttast um líf sitt. Aftur hafi hann skyndilega hætt og þá hafi hún klætt sig aftur og hlaupið úr herberginu. Aftur hafi hún bankað á dyr nágranna og að þessu sinni var henni svarað og í kjölfarið fór hún á neyðarmóttöku Landspítalans.

Læknir sem tók á móti konunni á neyðarmóttökunni var vitni. Hann sagði til að mynda að ákveðnir áverkar á kynfærum hennar væru líklega eftir samfarir þar sem hún hefði ekki stundað sjálfviljug. Einnig var tvíburasystir hennar vitni og sagði að eftir atvikið hefði systir sín orðið önnur manneskja: Nú væri hún hrædd og félagsfælin og hafi þurft að fara í ótal samtalsmeðferðir.

Joshua neitaði sök og sagði að konan hefði veitt samþykki fyrir kynmökum.

Tinder-deit sem endaði með nauðgun

Seinna atvikið átti sér stað á Akureyri. Þar var þolandinn kona sem Joshua kynntist á stefnumótaforritinu Tinder, en þau höfðu einnig verið að tala saman á Snapchat. Þau hefðu hist í fyrsta skipti umrætt kvöld og rúntað um bæinn og svo farið í lítið samkvæmi þar sem vinir hans voru.

Í samkvæminu hafi hann kysst konuna og henni fundist það í lagi, svo hafi hann farið að káfa á henni, sem henni fannst ekki í lagi. Að lokum hafi hann dregið hana inn á baðherbergi og klætt hana úr buxunum. Hún hafi klætt sig aftur í þær og sagst ekki vilja stunda samfarir. Þá hafi Joshua spurt: „Why not?“ og klætt hana aftur úr buxunum og nauðgað henni. Konan segist hafa komið því skýrt á framfæri að hún væri mótfallin kynmökunum.

Hann vildi meina að hún hafi verið samþykk samförunum og sagði þau í tvígang farið á klósett og stundað samfarir. Þolandinn neitar því. Framburður konunnar var metinn trúverðugur og sem lögfull sönnun fyrir nauðgun.

Líkt og áður segir var Joshua dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Auk þess þarf hann að greiða annarri konunni 2 milljónir króna og hinni konunni 1,3 milljónir. Þá mun hann þurfa að greiða 5,2 milljónir í málskostnað.

Dóminn má lesa hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“