fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Helgi Áss er Ingó Veðurguð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er Ingó Veðurguð,“ er yfirskrift nýrrar greinar eftir Helga Áss Grétarsson, lögfræðings og skákmanns, en greinin birtist á Vísir.is. Eins og fyrirsögnin ber með sér er Helgi Áss að skrifa inn í umræður um mál tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, Ingó Veðurguðs, sem hann var afbókaður sem stjórnandi brekkusöngs á þjóðhátíð í Eyjum, vegna nafnlausra áskananna um kynferðislega áreitni og ofbeldi.

Helgi líkir herferðinni gegn Ingó við McCarthy-ismann í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld en öldungadeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy barðist harkalega gegn kommúnisma og gekk svo hart fram að um persónuofsóknir var að ræða. Helgi skrifar:

„Það er gott að berjast gegn kynferðisofbeldi í nútímanum, rétt eins og það var virðingarverður málstaður að berjast gegn áhrifum kommúnismans í bandarísku þjóðlífi á 5. og 6. áratug síðustu aldar. Einn stjórnmálamaður á því tímabili, Joseph McCarthy öldungardeildarþingmaður, hagnýtti sér hræðsluna í þjóðfélaginu við kommúnismann, fyrst og fremst til að auka eigin framavonir í stjórnmálum. Ein nálgunin í þeim efnum var að halda yfirheyrslur á Bandaríkjaþingi í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem ófáir þjóðfélagsþegnar voru teknir á beinið fyrir að styðja, leynt eða ljóst, hreyfingu kommúnista og hafa þannig óæskileg áhrif á bandarískt stjórnkerfi. Þótt McCarthy væri snjall í að koma fram þá voru flestar ásakanirnar, ef ekki allar, reistar á sandi. Sem betur fer tókst um síðir að fletta ofan af þessum vinnubrögðum og stöðva „nornaveiðarnar“ gegn kommúnismanum í Bandaríkjunum.

Helgi segir að í máli Ingós hafi enn einu sinni þau öfl sigrað sem halda réttarhöld á samfélagsmiðlum og byggja niðurstöður sínar á einhliða frásögnum. Helgi ákveður að styðja Ingó mjög ákveðið í þessu máli, honum sé skylt að rísa upp gegn ofstæki og réttarfari frá miðöldum:

„Nú þekki ég ekki Ingó Veðurguð persónulega. Gefum okkur samt sem áður að hann hafi með athöfnum sínum brotið á réttindum annarra. Jafnvel þótt svo sé á það ekki að líðast að orðspor einstaklinga sé nítt niður á samfélagsmiðlum þar sem sami aðilinn kærir, rannsakar og dæmir. Óskýrleiki í kæru um hvenær eitthvað gerðist, hvar og hverjir komu að málinu ýtir undir að haldin séu réttarhöld þar sem engrar sanngirni sé gætt í þágu þess sem er sakaður um sitthvað misjafnt.

Það er lítilmannlegt að sitja hjá aðgerðarlaus í svona málum, jafnvel þótt viðkvæm séu. Réttarfar miðalda er ekki til eftirbreytni. Öfgar við að uppræta eitt samfélagsmein réttlætir ekki að annað og verra mein sé fest í sessi. Látum ekki ofstækislið pólitískrar rétthugsunar halda áfram að taka hvern einstaklinginn úr umferð með aðferðum útilokunarmenningarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“