fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Fréttir

Segir Borgarlínu geta kostað 250 milljarða – „Það eru ekki peningar í þetta““

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. maí 2020 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin heildarmynd er kominn á Borgarlínunna að mati Ólafs Guðmundssonar, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Ólafur tókst á um Borgarlínumál við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata.

Höfuðið að hlaupa undan fótunum

„Höfuðið er svolítið að hlaupa á undan fótunum,“ sagði Ólafur. Umræðan um Borgarlínuna hafi verið fyrirferðamikil og mikið lagt í áætlanagerð og skipulag, en enn hafi engin heildarmynd verið lögð fram og því alls kostar óvíst hvernig Borgarlína muni tvinnast saman við umferð einkabílsins og gangandi vegfarenda. Eins vanti upplýsingar um rekstrarforsendur.

Sigurborg gaf lítið fyrir gagnrýni Ólafs og sagði að heildarmyndin lægi víst fyrir, en eðlilega væri ekki kveðið á með skýrum hætti um alla þætti þar sem áform grundvallist á spálíkani. Borgarlínan muni fjölga farþegum sem nýti almenningssamgöngur, létta þannig á umferð sem og mengun.

„Hún [heildarmyndin] var sett niður fyrst og fremst og  hún var sett niður í svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem öll sveitarfélögin hafa samþykkt, allir flokkar, þar á meðal flokkurinn sem Ólafur situr einmitt í. Og þar kemur fram hver heildarmyndin er, hvar hverfið mun liggja og hvaða hverfi það mun tengja á höfuðborgarsvæðinu.“

Mikil óvissa

Ólafur bendir á að til að mynda hafi hvergi komið fram hversu marga vagna þurfi í Borgarlínuna og hvort þeir komi til með að ganga fyrir metani, dísel eða rafmagni. Eins hvort hurðir verði staðsettar báðum megin í vagninum, hvar farþegum verði hleypt út og með hvaða hætti. Í Kaupmannahöfn sé áþekkt kerfi sem ekki krefjist sérakreinar en engu að síður gangi smurt og sé aðlaðandi fyrir farþega. Nú sé verið að vinna með umferðarmódel sem sé ekki einu sinni tilbúið.„Mig langar að hafa þetta algjörlega á kristaltæru áður en við hlaupum af stað.“

„Þetta er partur af samgöngusáttmálanum við ríkið og ríkið er ekki búið að samþykkja þetta og ekki búið að fjármagna þetta og núna með Covid, þá eru allar forsendur að bresta, það eru ekki peningar í þetta“

250 milljarðar

Þáttastjórnendur nefndi þá að þeir hefðu heyrt upphæðina 100 milljarða varðandi kostnað Borgarlínunnar.

„Ég held að það sé mun meira, ef við setjum það í samhengi við það sem aðrar borgir hafa gert, þá erum við sennilega að horfa á 250 milljarða frekar en hitt og inn í þeim tölum sem ég hef séð eru til dæmis vagnarnir ekki. Það er svo mikið af óvissuþáttum. Það er það sem ég hef alltaf verið að kalla eftir það er að fara aðeins hægar og vanda okkur og gera ekki sömu mistökin enn og aftur. Við vitum ekki einu sinni á hvaða orkugjafa við ætlum að keyra“

„Hvað er þetta raunverulega að fara að kosta? Og því miður þá finnst mér, miðað við að horfa á það sem ég hef séð í borgarstjórn undanfarið, að við séum að fara svipaða leið og með Sorpu. Við vitum ekki hvert við erum að fara.“

Sigurborg bendir á að umferðamódelið sé nothæft þó það sé ekki alveg tilbúið og á næstu vikum sé von á að endanlegur útreikningur liggi fyrir fyrir öll árin af Borgarlínuáætluninni.

„Það mun liggja fyrir núna líklegast í lok maí. Ég er bara að benda á að fólk er ekki bara að vinna hér með penna og blað, það er að vinna með módelið og það er að sjálfsögðu búið að samþykkja þetta af ríkinu, ráðherrar og forsætisráðherra eru búnir að samþykkja þetta og það er ekkert hægt að kasta hér fram tölum eins og 250 milljarða þegar það segir skýrt að heildarkerfið muni kosta 49 milljarða. Heildarkerfið. („Án Vagna!“ skaut Ólafur þá inn) 

„Við erum að tala um það að þær tölur sem við erum að sjá í dag, til dæmis fyrir Sundabraut, eru 70 milljarðar. Það er enginn að tala um hvað Sundabraut er dýr. Þessi áfangi er að sjálfsögðu ekki að fara að verða 50 milljarðar. Hann verður mun lægri upphæð,“ segir Sigurborg. Hún kveðst þó ekki vita hversu margir vagnar verða notaðir eða hvaða orkugjafa þeir keyri á en það sé vinnuhópur að störfum að skoða nákvæmlega þetta.

Ekki náð þeim árangri með Strætó sem vonast var eftir. 

Ólafur bendir á að miklu fjármagni hafi verið veitt til Strætó til að efla almenningssamgöngur undanfarin ár, en ekki náð fram þeim árangri sem vonast var eftir.

„Það voru 4 prósent fyrir og það eru 4 prósent ennþá

Sigurborg var ekki sammála og benti á að í síðustu könnun hefðu mælst 5 prósent, sem sé mikli fjölgun.

„Við erum að sjá það það hefur fjölgað verulega þeim sem nota strætó. Það hefur komið í fyrsta skipti í síðustu könnun í 5 prósent“

Ólafur var því verulega ósammála

„Það voru 4 prósent 2012 og það eru rúm 4 prósent núna og þó þú segir 5 prósent þá eru það ekki 8 prósent eins og að var stefnt. Þannig að ég kalla það ekki árangur“

Ólafur telur einnig vissan forsendubrest fyrir Borgarlínunni felast í auknum vinsældum rafhjóla. Því sjái hann ekki framm á að Borgarlínan muni ná þeim árangri sem að sé stefnt. Staðreyndin sé sú að borgað sé með Strætó og með sama hætti þurfi að borga með Borgarlínunni. Ísland sé einkabílaland og það sé ekki að fara að breytast í náinni framtíð. Sigurborg bendir aftur á móti á kynslóðabil þar sem unga fólkið kjósi frekar almenningssamgöngur og auk þess þurfi að vinna á mengun í borginni til að uppfylla alþjóðasáttmála.

Ofvaxnir strætisvagnar

Borgarlínan hefur verið til umræðu nokkuð lengi og vakti að nýju athygli í gær eftir frétt Morgunblaðsins í gær þar sem kom fram að Vegagerðin hefði um árabil lagt fram mislæg gatnamót á Bústaðavegi og Reykjanesbrautar en mætt daufum eyrum.

Í staksteinum Morgunblaðsins í dag er vikið að þeirri frétt og harðlega gagnrýnt að Reykjavíkurborg ætli sér ekki að grípa inn í vandann á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar heldur sé peningum frekar veitt til Borgarlínuverkefnis sem muni auka á vandann við þess tilteknu gatnamót.

„Nú stefnir í enn meira vandamál með þessi gatnamót og er ástæðan fyrirhuguð borgarlína, áform um ofvaxna strætisvagna sem þurfa sérstakar akreinar og aðra umgjörð sem tekur mikið pláss og kostar í það minnsta tugi, ef ekki hundruð milljarða króna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki einn lögreglustjóri er lögreglumaður – Allir lögfræðingar frá HÍ

Ekki einn lögreglustjóri er lögreglumaður – Allir lögfræðingar frá HÍ
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Katrín svarar Kára
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þórólfi brá við yfirlýsingu Kára- „Þetta setur strik í reikninginn. Klárlega.“

Þórólfi brá við yfirlýsingu Kára- „Þetta setur strik í reikninginn. Klárlega.“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslensk Erfðagreining hættir skimun – Kári sakar Katrínu og Svandísi um virðingarleysi

Íslensk Erfðagreining hættir skimun – Kári sakar Katrínu og Svandísi um virðingarleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fólk sem fékk COVID-19 en lagðist ekki á spítala þarf endurhæfingu

Fólk sem fékk COVID-19 en lagðist ekki á spítala þarf endurhæfingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálpartæki til að fylgja eftir mikilvægri endurhæfingu ekki talið nauðsynlegt og styrkbeiðni hafnað

Hjálpartæki til að fylgja eftir mikilvægri endurhæfingu ekki talið nauðsynlegt og styrkbeiðni hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður á sjötugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans

Maður á sjötugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Konan sem leitað var að fannst látin

Konan sem leitað var að fannst látin