fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kári hringdi í Björn Inga til að leiðrétta hann – „Þar með er skellt á“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans greindi frá því fyrir skömmu á Facebokk-síðu sinni að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreingar hefði hringt í hann í dag til þess að leiðrétta hann.

Björn Ingi hafði þá haldið því fram að bóluefni gegn kórónveirunni væri sprautað í æð. Það reynist vitlaust, en Kári kom þeim skilaboðum ár framfæri. Bóluefninu er sprautað í vöðva.

Að sögn Björns ætlar Kári að horfa framhjá þessari yfirsjón og halda áfram að sjá til þess að þjóðin fái meira bóluefni. Björn segir að atvik sem þessi lífgi upp á tilveruna.

„Síminn hringir. Kári Stefánsson er á línunni: „Björn Ingi, ég las statusinn þinn. Það er ekki rétt að bóluefninu sé dælt í æð. Því er dælt inn í vöðvann.“ Ætlar þó að horfa fram hjá þessari yfirsjón blaðamannsins og lofar að halda áfram með Þórólfi að ýta á eftir meira bóluefni. „Heyri í þér!“ Þar með er skellt á. Svona menn lífga upp á tilveruna.“

https://www.facebook.com/bjorningihrafnsson/posts/10224991259069373

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala