fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Allt á suðupunkti vegna ásakana á hendur Ástráði – Sigmar reiður: „Hvaða rugl er þetta? Er mér allt í einu sama um ofbeldi gegn börnum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. janúar 2020 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ, er mótfallinn því að Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fái skipun sem dómari í Landsrétt.  DV greindi í gær frá ásökunum Sveins á hendur Ástráði, en Sveinn segir að Ástráður hafi beitt hann ofbeldi þegar hann var barn.

Var Ástráður þá leiðbeinandi við grunnskólann á Hellu og mun hafa rekið Sveini kinnhest.

Sjá nánar: Bæjarfulltrúi sakar héraðsdómara um líkamlegt ofbeldi – „Ég tel hann óhæfan“

Sveinn sagði Ástráð hafa rekið honum kinnhest í skólastund á árum áður. „Þessi maður, lögfræðingurinn Ástráður Haraldsson, nú héraðsdómari, sló mig, þá sem barn, með flötum lófanum í miðri skólastund hér á árum áður og fyrir framan allan bekkinn.“

Þessi ásökun Sveins hefur vakið mikla athygli. Menn eru þó ekki á eitt sammála um hvort rétt sé að refsa manni vegna áratugagamals kinnhests, eða jafnvel hvaða hvatar liggi að baki því að Sveinn stigi fram með þessa ásökun núna.

„Skilningslaus ofbeldismaður á ekkert erindi í dómskerfið. Takk fyrir að deila þessu með okkur“- Skrifar einn í athugasemd við færsluna og þakkar Sveini skrifin.

Sigmar Guðmundsson blandar sér í málið

Á öðru máli er lögmaðurinn Jóhann Halldórsson. „Hann rak þér sem sagt kinnhefst fyrir 40+ árum væntanlega fyrir óþekkt. Þetta er lágkúrulegt Sveinn Óskar Sigurðsson.“

Vali Arnarsyni þykir athugasemd Jóhanns sérstök og gagnrýnir að fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson hafi líkað við athugasemdina. „Pínu sérstakt að finnast ofbeldi gegn börnum réttlætanlegt vegna óþekktar. Enn sérstakara að RÚV-arinn Sigmar Guðmundsson skuli taka undir það. Ætli sama viðhorfið væri uppi ef Jón Steinar Gunnlaugsson hefði slegið Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þegar hún var skólastelpa ? (Sem hann gerði ekki). Hvað segir þú um það Sigmar Guðmundsson? Frétt um málið yrði sennilega birt á RÚV-inu, fréttastofu nánast allra landsmanna.“

Sigmar svarar fyrir sig að bragði og tekur þar skýrt fram að kinnhestur sé vissulega ofbeldi.

„Hvaða rugl er þetta? Er mér allt í einu sama um ofbeldi gegn börnum af því ég tel að 40 ára kinnhestur geri menn ekki óhæfa til að gegna dómarastörfum? Getur þú í alvöru ekki greint þarna á milli?  Þetta er ömurlegt komment hjá þér og fjarri öllu að mér sé sama um ofbeldi gegn börnum. Höfum þetta þá skýrt svo þú mögulega skiljir. Að gefa barni kinnhest er rangt. En það leiðir ekki sjálfkrafa til þess að viðkomandi geti ekki unnið á opinberum vettfangi 40 árum síðar? Ég frábið mér þessum ömurlegu fullyrðingu þínum að mér finnist ofbeldi gegn börnum réttlætanlegt.“

Áfram héldu deilurnar….

Valur: „Svenni var sleginn með flötum lófa sem barn af fullorðnum manni sem er nota bene ólöglegt samkvæmt íslenskum hegningarlögum og hefur verið það frá 1940. Jóhann vinur hans Ástráðs réttlætir það með þeim orðum að Svenni hafi sennilega verið óþægur. Þú gerðir læk á það comment. Já. Við skulum endilega hafa staðreyndirnar á hreinu“

Jóhann: Það eina sem stendur upp úr þessari um ræðu er að Valur Arnarson hefur engan áhuga á staðreyndum. Fullyrðing Sveins Óskars Sigurðarsonar um ætlað ofbeldi er ekkert annað en staðhæfing um atburð sem eķkert sannleiksgildi hefur. Þar að auki hefur MSD margdæmt um ögunarvald foreldra og kennara gagnvart börnum og ávallt komst að þeirri niðurstöðu að hvorki kinnhestur né heldur flenging teljist til ofbeldis í skilningi hegningarlaga. Reyndu að vinna heimavinnuna aðeins betur Valur!

Bætir Jóhann við að Valur hljóti að vera Miðflokksmaður. „Hvergi á byggðu bóli fóstrast þvílík fáviska. Góðar stundir.“

Valur svarar fyrir sig að bragði: „Þú ert ekki sá fyrsti sem sækist eftir manndómsvígslu. Þú getur verið með athugasemdir um gáfnafar fólks á netinu, eitthvað sem þú myndir ekki þora að gera í eigin persónu, en það gerir þig hvorki að manni né gefur orðum þínum vægi.“

Fleiri stíga fram

Í athugasemdum við færslu Sveins stíga jafnframt þrír aðrir karlmenn. Tveir sem kveðjast kannast við sögur af meintum hrottaskap Ástráðs og einn maður sem segist einnig vera þolandi ofbeldis af hálfu Ástráðs.

Man enn vel eftir honum sem leiðbeinanda á Hellu og er hann enn ómenni í mínum huga.“

Ég er eldri og var ekki nemandi hjá honum en ég man vel eftir að hann var talin hálfgert leiðinda gerpi kall anginn, bæði skapvondur og leiðinlegur.“

Ástráður réðst á mig og slóst við mig óharnaðan unglinginn á göngum Helluskóla. Ég sprengdi litla púðurkerlingu inni á salerni skólans. Í framhaldinu réðst leiðbeinandinn Ástráður á mig og tuskaði mig til. Veit ekki hvort svona maður eigi að verma dómarasæti ?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás
Fréttir
Í gær

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs
Fréttir
Í gær

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“