fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Bæjarfulltrúi sakar héraðsdómara um líkamlegt ofbeldi – „Ég tel hann óhæfan“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. janúar 2020 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ, hefur í opinberri yfirlýsingu sakað Ástráð Haraldsson dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur líkamlegt ofbeldi. Meint atvik átti sér stað er Sveinn var á barnsaldri og var nemandi Ástráðar við Grunnskólann á Hellu. Segir Sveinn að Ástráður hafi slegið sig fyrir framan allan bekkinn.

Ástráður sækist eftir embætti við Landsrétt og í tilefni af því birtir Sveinn þessa yfirlýsingu, að hans sögn til upplýsingar fyrir almenning og þá sem velja á milli umsækjenda um stöður dómara við Landsrétt:

Þessi maður, lögfræðingurinn Ástráður Haraldsson, nú héraðsdómari, sló mig, þá sem barn, með flötum lófanum í miðri skólastund hér á árum áður og fyrir framan allan bekkinn. Starfaði hann þá sem kennari/leiðbeinandi við Grunnskólann á Hellu á Rangárvöllum. Var hann þá í sambúð með núverandi heilbrigðisráðherra og var þá tilvonandi tengdarsonur þáverandi menntamálaráðherra.

Nú sækir hann um að verða dómari við Landsrétt. Ég tel hann óhæfan sem héraðsdómara og tel ekki skynsamlegt að gera hann að dómara við Landsrétt. Tel ég rétt og eðlilegt að almenningur og þeir sem áforma að velja á milli umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt viti af þessu. Við skólasystkynin rifjuðum þetta upp á síðasta ,,reunion“ á Hellu síðasta haust.

Það er víða pottur brotinn hvað réttindi barna varðar og ofbeldi gagnvart þeim skal ekki liðið.

Birtist þetta sem færsla á fésbókarsíðu Sveins. Hann birti hana fyrst lokaða öðrum en fésbókarvinum en hefur nú gert hana opna öllum. Í samtali við DV sagðist Sveinn ekki vilja tjá sig frekar um málið, hin skriflega yfirlýsing hans um það nægði. „Innleggið segir allt sem segja þarf og engu við það að bæta. Ég mun ekki tjá mig við fjölmiðla að svo stöddu,“ segir Sveinn.

DV hefur ekki náð í Ástráð vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu þrjár klukkustundirnar er þetta er ritað, með hringingum í síma hans, með símtali og fyrirspurn í Héraðsdóm Reykjavíkur og skriflegri fyrirspurn á netfang Ástráðar. Mun DV birta andsvör hans ef einhver verða síðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis