fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Fréttir

Böðvar kominn aftur á kreik – Dæmdur barnaníðingur með bleyjublæti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2019 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem nokkur fjöldi kvenna hafi nýlega fengið skilaboð frá Böðvari Guðmundssyni, dæmdum barnaníðingi. Oft áður hefur verið fjallað um Böðvar en það sem einkennir níð hans er að hann er með blæti fyrir bleyjum.

Böðvar fékk dóm árið 2014 fyrir kynferðislega áreitni á hendur 14 ára dreng auk þess sem yfir 500 myndir af börnum í kynferðislegum stellingum fundust á tölvu hans og farsíma. Í flestum tilvikum voru börnin í bleyju.

Innan Facebook-hópsins Mæðratips eru nokkrar konur sem deila skjáskotum af skilaboðum frá honum. Skilaboðin eru sögð ný. Hann segist eiga 11 ára einhverfan dreng og lýsir yfir áhuga að vingast við viðkomandi konu. Eftir því sem DV kemst næst þá á Böðvar engin börn.

Ein kona innan Mæðratips segir Böðvar hafa stundað þetta um langt skeið. „Hann er með marga Facebook-aðganga og býr reglulega til nýja svo endilega munið nafnið. Hann sækir mikið í grúbbur þar sem eru börn með fatlanir og bleyjubörn. Lenti í honum fyrir um 10 árum síðan og þrátt fyrir margar kærur og tilkynningar þá hefur ekkert stoppað hann. Hann á ekki barn en sigsit eiga það,“ skrifar sú kona.

Skjáskot af skilaboðum sem ku vera frá Böðvari.

Lýsing konunnar passar ágætlega við umfjöllun DV undanfarin ár. Árið 2014 var hann líkt og fyrr segir dæmdur fyrir barnaníð. Hann fékk einungis 9 mánaða fangelsisdóm. Í þeim dómi kemur fram að hann sé sérstaklega líklegur til að brjóta aftur af sér.

Þar kom fram að Böðvar sé greindur með ódæmigerða einhverfu og hafi sýnt afbrigðilega kynferðishegðun frá unga aldri, auk þess sem hann er sagður talinn í „hárri áhættu“ fyrir frekari kynferðislegri hegðun gegn börnum. Þá kemur fram að kynferðislegar hvatir hans séu áráttukenndar og tengist ungum börnum. Hann uppfylli greiningarviðmið fyrir barnagirnd og hafi greinilegt blæti fyrir bleyjum, snuðum og öðru, sem tengist ungabörnum.

DV fjallaði ítarlega um mál Böðvars árið 2015. Þá kom fram að hann setti sig í samband við mæður, líkt og hann virðist gera nú, og fór svo að ræða bleyjunotkun barnsins. Ef viðkomandi kona hélt áfram að ræða við hann þá bauðst hann til að passa barnið.

„Maðurinn er afar virkur á samfélagsmiðlum og á bland.is. Þar reynir hann að komast í samband við fólk sem á ung börn í gegnum hina ýmsu hópa. Hann spyr foreldra nærgöngulla spurninga, til dæmis um bleyju- og snuðnotkun barna, býðst til þess að gefa bleyjur og hefur margsinnis boðist til þess að passa börn. Hann auglýsir sig sem áhugaljósmyndara og býður foreldrum upp á myndatökur fyrir afar hagstætt verð auk þess sem hann hefur setið um foreldra á síðunni „Skutlarar“ á Facebook. Þar býðst hann til þess að skutla barnafólki án þess að taka greiðslu fyrir,“ segir í umfjöllun DV árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
Fréttir
Í gær

Íbúar í Rimahverfi kvarta enn yfir „ofbeldis“ólykt – Stybban sögð rýra verðgildi fasteigna

Íbúar í Rimahverfi kvarta enn yfir „ofbeldis“ólykt – Stybban sögð rýra verðgildi fasteigna
Fréttir
Í gær

Guðjón sekur um stórfelldan fjárdrátt – hafði 17 milljónir úr Björgunarfélagi Árborgar

Guðjón sekur um stórfelldan fjárdrátt – hafði 17 milljónir úr Björgunarfélagi Árborgar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymslutækni fornra íkorna gæti bjargað forðabúrum jarðar

Geymslutækni fornra íkorna gæti bjargað forðabúrum jarðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rektor Háskólans á Akureyri segir að húsin séu í góðu ástandi og Sigurður sé að ýkja

Rektor Háskólans á Akureyri segir að húsin séu í góðu ástandi og Sigurður sé að ýkja
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur bregst við gagnrýni frá læknum – „Fjarri öllu lagi“

Þórólfur bregst við gagnrýni frá læknum – „Fjarri öllu lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mál lektorsins komið til ákærusviðs

Mál lektorsins komið til ákærusviðs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur nauðgari með réttargæslumann brotaþola á vitnalista

Meintur nauðgari með réttargæslumann brotaþola á vitnalista
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bilun í sorpbrennslustöð á Suðurnesjum – Slökkvilið og lögregla á vettvang

Bilun í sorpbrennslustöð á Suðurnesjum – Slökkvilið og lögregla á vettvang