fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vaka segir íslensk börn sofa of lítið: Börn eiga ekki að hafa síma með upp í rúm

Auður Ösp
Mánudaginn 8. ágúst 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan ungmenni á Norðurlöndunum sofa í átta til tíu tíma á nóttu þá sofa íslensk ungmenni aðeins í sex til sjö tíma og ná þar af leiðandi ekki ráðlögðum svefni. Vaka Rögn­valds­dótt­ir, doktorsnemi og aðjúnkt í íþrótta- og heilsu­fræðum á Menntavís­inda­sviði Há­skóla Íslands vinnur nú að hluta af viðamikilli rannsókn á heilsu barna og unglinga sem hófst árið 2006 og stóð til ársins 2008.

Þetta kemur fram í nýj­asta tölu­blaði Skin­faxa en gert er ráð fyrir að núverandi rannsókn standi yfir með hléum í allt að fimmtán til tuttugu ár. Fram kemur að þessi stutti svefn valdi því að börn og ungmenni hér á landi séu hugsanlega vansvefta.

„Einfaldasta og ódýrasta lausnin er að foreldrar taki ábyrgð á háttatíma barna sinna. En þau verða líka að vera fyrirmyndir og huga að eigin svefnvenjum. Það getur skilað miklum árangri,“ segir Vaka aðspurð um hvað sé til ráða.

Þá bendir Vaka á að börn og unglingar eigi ekki að hafa sjónvarp, síma og spjaldtölvur nálægt sér þegar þau eru komin upp í rúm. „Með tölvuaðgangi geta þau haft aðgang að alls konar efni sem seinkar svefni þeirra og birta frá tækjum getur haft truflandi áhrif á svefn og syfju. Farsælasta leiðin til bæta gæð i svefnsins er því að hafa tækin ekki í herbergjunum á nóttunni.“

Vaka tekur einnig fram að niðurstöður klínískra erlendra rannsókna sýni að á unglingsaldri eigi breytingar sér stað í líkama barna sem veldur því að þau syfjar seinna og því þurfa þau að sofa lengur fram eftir morgni. Segir hún að hægt sé að vega upp á móti því með einföldum ráðum og bendir á að í Laugarnesskóla hafi verið tekið upp á því fyrirkomulagi að hefja skólastarf kl. 8:30 morgnana við góðar undirtektir aðstandenda skólans, nemenda og foreldra.

„Það munar kannski ekki miklu að byrja 15 mínútum seinna en áður. En það getur gert gæfumun fyrir börnin. Sérstaklega yfir dimmasta tíma ársins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi