fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022

Stjörnuspá vikunnar: Leyfðu þér að gráta á öxlum vina þinna og hlustaðu á þá

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 1. mars 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 1. – 7. mars

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú hefur borið með þér mikla gremju og eftirsjá undanfarnar vikur og gerir þér loksins fyllilega grein fyrir því. Þú tekur sjálfa/n þig í gegn og ferð vel yfir farinn veg. Það mun gera þér mjög gott. En mundu, þú þarft líka að skoða það sem býr undir yfirborðinu og horfast í augu við sjálfa/n þig.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Félagslífið er aðalmálið hjá þér þessa dagana. Þú ert nýbúin/n að vera í svakalegum gleðskap og annar á döfinni, jafnvel nokkrir. Einn af þessum viðburðum tengist vinnunni en í þessum gleðskap áttu eftir að kynnast hóp af fólki í tæknigeiranum sem mun opna augu þín fyrir ýmsum möguleikum.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Það hefur mikið verið að gerjast í höfðinu á þér og fátt af því gott. Þú verður að skilja við það neikvæða og taka á móti því jákvæða. Hefja nýjan kafla. Nýi kaflinn, hvenær sem þú opnar hann, mun fela í sér mikla sköpun og jafnvel að þú skiptir um starfsvettvang.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þú veist ekki alveg hvernig þú átt að haga þér þessa dagana og ert í ákveðinni tilvistarkreppu. Ekki hafa áhyggjur – það kemur fyrir alla að efast um eigin tilvist og sinn stað í veröldinni. Það gerir þig stressaða/n að hugsa um framtíðina en þú þarft að gera það. Þú þarft að spyrja hvað þú viljir gera í framhaldinu.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú þarft ekki að burðast með allar heimsins byrðar á herðum þínum og leysa öll vandamálin þín ein. Leitaðu til vina þinna með stórt vandamál sem hefur valdið þér miklu hugarangri en lausnin á því mun breyta lífi þínu til frambúðar. Leyfðu þér að gráta á öxlum vina þinna og hlustaðu á þá.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Alls konar sambönd eru í brennidepli núna hjá meyjunni. Varðandi sum þeirra þá veltir þú fyrir þér hvort ákveðnir aðilar séu góðir fyrir þig og bæti líf þitt. Varðandi aðrar manneskjur í lífi þínu þarft þú kannski að gefa þér meiri tíma til að yrkja þau sambönd sem veita þér mikla lífsfyllingu.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú elskar rútínu en þér finnst erfiðara þessa dagana að halda þig við hana. Það veldur þér smá kvíða en ekki gera úlfalda úr mýflugu. Einbeittu þér að því að halda þessum rútínum og settu allan þinn fókus á það. Áður en þú veist af verður þú komin/n í sama farið, full/ur af gleði.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Þig vantar innblástur og finnur hann ekki neins staðar. Hins vegar er skemmtileg ferð í vændum sem mun gefa þér ofboðslega góða innspýtingu í lífið og tilveruna. Þú verður samt að vera þolinmóð/ur varðandi þessa ferð því hún er ekki beint á næsta leiti. En hún er biðarinnar virði.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Fjölskyldan og þinn innri hringur er aðalmálið einmitt núna. Ef það hefur verið einhver misskilningur eða átök innan fjölskyldunnar þá leggur þú mikið á þig að laga það og bregða þér í hlutverk sáttasemjara. Þetta verður góð vika fyrir bogmenn, vika sem þú munt muna að eilífu.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Eitthvað hefur gerst innan fjölskyldu þinnar sem veldur þér miklum ama. Þú gerir þitt besta til að greiða úr þessum vanda, sem virðist á yfirborðinu vera einfaldur úrlausnar, jafnvel hlægilegur, en allt kemur fyrir ekki. Þú þarft að taka smá fjarlægð frá vandamálinu og hugsa um þig sjálfa/n í smá stund.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú verður að passa fjárhaginn elsku vatnsberinn minn. Þú hefur verið að eyða umfram efni og ert búin/n að missa sjónar á bókhaldinu. Þér finnst þú þurfa að eyða peningum í ýmsa hluti en er það virkilega svo? Svaraðu nú þessari spurningu af hreinskilni.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Þú ert ekki mikill blaðrari heldur frekar þögull hugsuður. Sá eiginleiki mun koma sér vel í vikunni þar sem manneskja verður á vegi þínum sem kann að meta þennan eiginleika í þínu fari. Þessi manneskja mun ná að virkja þig til góðra verka í framtíðinni og er þetta upphaf að góðu og gjöfulu samstarfi.

Afmælisbörn vikunnar

1. mars – Árni Johnsen stjórnmálamaður, 76 ára
2. mars – Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari, 33 ára
3. mars – Ólafur Darri Ólafsson leikari, 47 ára
4. mars – Otto Tynes þúsundþjalasmiður, 50 ára
5. mars – Gunnar Örn Tynes tónlistarmaður, 41 árs
6. mars – Bára Magnúsdóttir dansari, 73 ára
7. mars – Hlín Einarsdóttir fjölmiðlakona, 43 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Fundu 200 lík í kjallaranum

Fundu 200 lík í kjallaranum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Zlatan verður lengi frá – Ekki tekið ákvörðun með framtíðina

Zlatan verður lengi frá – Ekki tekið ákvörðun með framtíðina
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Hagkaup hefur opnað stærstu snyrtivöruverslun landsins á netinu

Hagkaup hefur opnað stærstu snyrtivöruverslun landsins á netinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu allt það besta frá Jack Grealish eftir helgina – Jarðaði liðsfélaga sinn

Sjáðu allt það besta frá Jack Grealish eftir helgina – Jarðaði liðsfélaga sinn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Séra Sindri kemur séra Davíð til varnar – „Helvíti er til staðar hér og nú“

Séra Sindri kemur séra Davíð til varnar – „Helvíti er til staðar hér og nú“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag harður í horn að taka og setur kröfu á leikmenn í sumarfríi

Ten Hag harður í horn að taka og setur kröfu á leikmenn í sumarfríi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arnar Þór gat ekki valið Aron Einar: „Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar“

Arnar Þór gat ekki valið Aron Einar: „Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar“
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri og 24 ár í bæjarstjórn

Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri og 24 ár í bæjarstjórn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.