fbpx
Föstudagur 31.mars 2023

Bættu baðherbergið

Íris Hauksdóttir
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baðherbergi eru oft þau rými sem fá hvað minnstar endurbætur innan heimilisins. Flestir eru þó sammála um að vilja hafa baðherbergin hrein og snyrtileg en stærðarinnar vegna getur reynst erfitt að koma skipulagi á handklæði, sturtusápur og baðdót barnanna. Það er þó heilmikið sem hægt er að bæta með einföldum ráðum sem þurfa hvorki að kosta mikið né krefjast mikilla framkvæmda.

Smáhlutirnirskapa rétta andrúmsloftið

Á flestum heimilum eru baðherbergin í smærra lagi og því rúmast takmarkað magn húsgagna þar inni. Því eru það smáhlutirnir sem skapa rétta andrúmsloftið enda dvelja flestir góðan part af deginum inni á baðherberginu.
Falleg handklæði fleyta baðherberginu langt, hvort sem þeim er rúllað upp í opinni hillu eða látin hanga á vegg.
Sturtuhengi geta gert ótrúlega mikið fyrir stílhrein baðherbergi og skapað réttu stemninguna hvort sem hún er suðræn eða skræpótt, einföld eða með prenti.
Margir geyma körfur fyrir óhreinan þvott á baðherbergjum sínum og geta þau vissulega stungið í stúf. Það þarf þó ekki að vera flókið að finna smekklegar körfur á góðu verði sem gera mikið fyrir heildarrýmið.

Kerti eru ómissandi þegar kemur að því að skapa þægilegt andrúmsloft innan baðherbergisins

Hvort sem um er að ræða fallegt ilmkerti við vaskinn eða við freyðibaðið.
Sápan setur svo svip sinn á baðherbergið, hvort sem um er að ræða handsápu, sturtusápu eða baðsöltin. Það er auðvelt að týna sér í úrvali á öllum þeim gæðahúðvörum sem framleiddar eru og því kjörið að skipta oft út og skapa þannig fjölbreytta stemningu innan baðherbergisins. Eins er hægt að kaupa fjölnota og fallegar sápupumpur og fylla reglulega á. Lítill kollur eða hliðarborð fyrir handklæði eða húðvörur getur sömuleiðis komið sér vel. Kollinn má nýta undir tölvuna fyrir þá sem vilja horfa á bíómynd í baði.

Þá geta plöntur færa líf í litlaust rými en þær skapa jafnframt hlýju og notalegheit

Fyrir yngstu baðdýrkendurna er um að gera að verða sér úti um baðleikföng og hirslur undir baðdótið.
Sérstakir baðlitir og slím færa svo sannarlega fjör í baðið sem og segulstafir sem hægt er að líma á vegginn meðan á baðferðinni stendur.
Erfitt getur reynst að koma skipulagi á handklæði, sturtusápur og baðdót barnanna. Það er þó heilmikið sem hægt er að bæta með einföldum ráðum sem þurfa hvorki að kosta mikið né krefjast mikilla framkvæmda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 11 klukkutímum

Þessi fimm komust áfram í keppninni um titilinn Kokkur ársins 2023

Þessi fimm komust áfram í keppninni um titilinn Kokkur ársins 2023
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Halldór Margeir mun verja rúmu ári í gæsluvarðhaldi vegna saltdreifaramálsins

Halldór Margeir mun verja rúmu ári í gæsluvarðhaldi vegna saltdreifaramálsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir gætu tekið við íslenska landsliðinu eftir risatíðindi dagsins

Þessir gætu tekið við íslenska landsliðinu eftir risatíðindi dagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jóhannes Karl og aðrir starfsmenn halda starfinu eins og er

Jóhannes Karl og aðrir starfsmenn halda starfinu eins og er
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Jeremy Renner stígur fram í fyrsta viðtalinu síðan hann lenti í slysinu – „Ég var með meðvitund allan tímann“ 

Jeremy Renner stígur fram í fyrsta viðtalinu síðan hann lenti í slysinu – „Ég var með meðvitund allan tímann“ 
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hverfandi líkur á framlengingu – Liverpool líklegasti áfangastaðurinn

Hverfandi líkur á framlengingu – Liverpool líklegasti áfangastaðurinn
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

„Allt skapar þetta stór sár á sál þessara barna sem munu fylgja þeim út ævina“

„Allt skapar þetta stór sár á sál þessara barna sem munu fylgja þeim út ævina“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hákon Arnar útnefndur besti leikmaður mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni – Sópaði einnig að sér öðrum eftirsóttum titli

Hákon Arnar útnefndur besti leikmaður mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni – Sópaði einnig að sér öðrum eftirsóttum titli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.