fbpx
Fimmtudagur 27.janúar 2022

Amma mælir með uppáhalds bókunum – „Ég grét oft úr hlátri.“ 

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 26. október 2020 20:29

Regína með nöfnu sinni og langömmubarni sem er einnig mikill bókaormur.  Mynd: Regína Diljá

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Regína Birkis er margföld amma og lestrarhestur. Hún er í bókaklúbb í blokkinni þar sem hún býr og segist leita eftir bókum sem virkja allan til­finningaskalann, allt frá gleði í sorg.
Í tilefni þess að nú fer að örla á aukinni bókaútgáfu fyrir jól og þeirrar staðreyndar að fleiri og fleiri eru fastir heima við í leit að afþreyingu, verður ein síða helguð bókum í öllum tölublöðum DV fram að jólum. Ekki er um hefðbundna gagnrýni að ræða heldur verður leitað eftir áliti og umsögnum alls konar fólks á öllum aldri.

Fyrst ríður á vaðið Regína Margrét Birkis en hún les mikið og er í bókaklúbb. „Við hittumst nokkrar sem búum í sömu blokk og skiptumst á skoðunum. Það er virkilega skemmtilegt og ég hef í gegnum klúbbinn lesið svo margar dásamlegar bækur,“ segir Regína sem á 10 barnabörn og 7 langömmubörn. „Ég er ríkasta kona í heimi.“ Regína og eiginmaður hennar Guðberg Haraldsson búa í Árskógum þar sem blómlegt félagslíf er að finna. Einnig skiptist Regína mikið á bókum við dætur sínar og barnabarn auk þess sem bókabíllinn hefur fært henni mikla gleði síðustu ár. „Ég er svo lánsöm að hafa verið lestrarhestur alla mína ævi. Fyrst voru það Nonna-bækurnar, norsk ævintýri og álíka. Svo var það Pollýanna þegar ég eltist en ef ég ætti að velja nýlegar bækur sem sköruðu fram úr í mínum huga væru það þessar fimm.“

 

SÖGUR ÚR SÍÐUNNI eftir Böðvar Guðmundsson
Útgáfuár: 2007
Sögur úr Síðunni eru tengdar sögur með sameiginlegum persónum. Sögusviðið er íslensk sveit um miðja síðustu öld. Fjölskyldan á Bóli er í forgrunni og í fylgd yngsta barnsins, sögumannsins Kára, kynnumst við heillandi veröld sem er ekki fjarlæg, hvorki í tíma né rúmi, en gæti þó stundum verið í aldarfjarlægð því svo margt hefur breyst síðan þá. Hér segir frá góðu fólki, sumu broslegu en jafnframt örlátu og höfðinglegu þegar á reynir. Eftirminnilegir atburðir lifna á ný í frásögn sem leiftrar af kímni.
Umsögn: „Þetta eru frásagnir um hvernig bændur og búalið brást við komu herliðsins og margt í því sambandi. Bókin er ótrúlega fyndin og ég grét oft úr hlátri.“

 

 

IÐRUN eftir Hanne-Vibeke Holst
Útgáfuár: 2013

Iðrun er saga fjögurra kynslóða Tholstrup-ættarinnar og spannar sjötíu ár, saga sem einkennist af einlægri ást, ástríðum og metnaði en líka blekkingum og lygum sem eitra líf fjölskyldunnar. Ættfaðirinn Thorvald er vinsæll prestur á Jótlandi þegar Þjóðverjar hernema Danmörku.
Umsögn: „Bókin er um tvíburana Leif og Leo. Hún gerist á Norður-löndunum og í Evrópu um og eftir stríð. Bókin heillaði mig mikið og plottið í lokin er frábært!“

 

 

EDDUMÁL eftir Jónínu Leósdóttur
Útgáfuár: Fyrsta bók kom út 2016
Edda er nýhætt að vinna og dauðleiðist tíðindalaus tilvera eftir-launaþegans. Hún getur ómögu-lega verið til friðs. Milli þess sem hún skellir sér í sund og verslar í Melabúðinni leysir hún hin og þessi sakamál – oftast óumbeðin – og alltaf börnum sínum til mikils ama. Fimm bækur hafa komið út um Eddu og hennar óþrjótandi forvitni, ást á rauðvíni og gömlum ofskreyttum húsgögnum. Spennubækur sem eru þó lausar við allan viðbjóð og grafískar lýsingar á ofbeldi.
Umsögn: „Ég er alltaf veik fyrir bókum eftir Jónínu Leós. Ég hef lesið allar Eddubækurnar og bíð ef tir næstu.“

 

 

BLÁ eftir Maju Lunde
Útgáfuár: 2019
Hvað gerist ef vatnið hverfur? Áríðandi, áhugaverð og ógnvekjandi skáldsaga um áhrif umhverfis-breytinga. 2017: Signe er komin á sjötugsaldur þegar hún heimsækir æskustöðvarnar í Noregi. Þar blasa við umfangsmiklar virkjunarframkvæmdir, og hún siglir skelkuð á braut til að hitta mann sem hún eitt sinn elskaði. Hún á við hann áríðandi erindi. Hún er ein um borð í skútunni sinni, sem heitir Blá – en neðan þilja geymir hún undarlegan farm. 2041: Aldarfjórðungi síðar er David á flótta norður eftir Frakk-landi með lítilli dóttur sinni. Endalausir þurrkar hafa hrakið þau að heiman þar sem miskunnarlausir eldar geisa. Dag einn finna þau vel falinn bát á eyðibýli langt úti í sveit og ótal spurningar vakna …
Umsögn: „Sagan gerist í framtíðinni þegar spár um eyðingu jarðar eru að koma fram. Átakanleg og skelfileg saga sem er vel sögð. Virkilega flottur höfundur.“

 

 

Næturgalinn eftir Kristin Hannah
Útgáfuár: 2016
Líf frönsku systranna Vianne og Isabelle hefur ekki alltaf verið dans á rósum og þegar nasistar hertaka landið fer tilveran á hvolf. Enda þótt ógnin lúri í hverju skúmaskoti láta þær ekki bugast og finna hvor um sig leið til að takast á við napran stríðsveruleikann. Næturgalinn er mögnuð söguleg skáldsaga um ástir, harm og hugrekki kvenna á stríðstímum, sem hefur selst í meira en 1,5 milljónum eintaka. Hún grípur lesandann föstum tökum; hann hverfur inn í fortíð sem aldrei má gleymast og upplifir atburðarás sem sýnir hvers mannleg reisn er megnug gagnvart illskunni.
Umsögn: „Ég gat varla lagt þessa bók frá mér. Bæði spennusaga og ástarsaga.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sigga Dögg slær til baka – „Elska þegar fólk talar um mig án þess að nefna mig á nafn“

Sigga Dögg slær til baka – „Elska þegar fólk talar um mig án þess að nefna mig á nafn“
FréttirMatur
Fyrir 3 klukkutímum

Dönskum dögum frestað í Hagkaup

Dönskum dögum frestað í Hagkaup
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ása Björg ráðin framkvæmdastjóri brandr

Ása Björg ráðin framkvæmdastjóri brandr
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lést vegna COVID-19 á Landspítala í gær

Lést vegna COVID-19 á Landspítala í gær
433
Fyrir 7 klukkutímum

James Dale í Þrótt Vogum

James Dale í Þrótt Vogum
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Stefnir í ákærur á hendur kjörstjórninni í Norðvesturkjördæmi

Stefnir í ákærur á hendur kjörstjórninni í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Útnáraháttur hefur greypst í þjóðarsálina segir Sigmundur

Útnáraháttur hefur greypst í þjóðarsálina segir Sigmundur
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Björguðu 191 flóttamanni undan ströndum Flórída

Björguðu 191 flóttamanni undan ströndum Flórída