fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Töffarinn Dagfinnur

Guðmundur Steingrímsson skrifaði Heimsendi: „Fjallar um tilfinningar, fýsnir og langanir sem fólk vill kannski ekki endilega tala mikið um“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. ágúst 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, sem landsþekktur er fyrir afskipti sín af stjórnmálum og tónlist, hefur nú sent frá sér sína aðra skáldsögu, sem ber heitið Heimsendir. Um er að ræða fremur stutta skáldsögu sem Bjartur gaf út í kilju í fyrr í mánuðinum. Aðalsöguhetjan er Leifur Eiríksson, ungur og hæfileikaríkur maður sem hefur gefið starf sitt sem blaðamaður upp á bátinn til að braska með hlutabréf á netinu. Í upphafi sögunnar, sem gerist árið 2004, er Leifur við það að tapa megninu af fjármunum sínum í mislukkuðum fjárfestingum en hann á nægilega mikla peninga eftir til að bjóða kærustunni sinni upp á Bandaríkjaferð. Sú ferð reynist afar afdrifarík og þar gerist margt sem er í senn óvænt en rökrétt eftir á að hyggja. Eitt helsta einkenni sögunnar er hvað hún er ófyrirsjáanleg og gerir það hana mjög skemmtilega aflestrar.

Bandaríkjaferðin verður ævintýraleg og hin mesta lastaför. Fíkniefnaneysla, ofbeldi, klámmyndagerð og bíræfinn þjófnaður eru á meðal þess sem á daga Leifs drífur. Hægt er að upplifa söguna sem ádeilu á peningahyggju og innantómt gildismat. Leifur er yfirlýstur jafnaðarmaður en í öllum gjörðum sínum gengur hann kapítalisma og efnishyggju á hönd. Náin kynni milli kynjanna í sögunni gætu vakið þá tilhugsun að ástin sé á undanhaldi og að verða losta og eigingirni að bráð.

En það ekki einhlítt að Heimsendir sé túlkuð sem heimsósómasaga, það mætti líka líta á hana sem ögrun við viðtekin siðferðisgildi, að hún skori á hólm viðteknar hugmyndir um hvað skipti máli og hafi gildi í lífinu. Sjálfur sér Guðmundur sig ekki í hlutverki ádeilanda:

„Mér finnst sagan fjalla um margt. Ég vil síður skilgreina hana of mikið. Hún þýðir eitt fyrir mér í dag, annað á morgun. Mér finnst gaman að heyra að fólk hlær og líka að fólki þykir sagan spennandi. Sumum finnst hún líka dökk og jafnvel smá óþægileg. Ég skil það vel. Hún fjallar um tilfinningar, fýsnir og langanir sem fólk vill kannski ekki endilega tala mikið um, allar mótsagnirnar í sálarlífinu, sjálfseyðingarhvötina jafnvel. En svo fjallar hún líka um veröldina og hvað fólk getur verið furðulegt — vont, steikt, ferlegt, fyndið, fallegt. Ég hef ekki mikla trú á öllum þessum handhöfum sannleikans sem eru út um allt. Ég er efasemdamaður, held ég. Ég fíla ekki forræðishyggju og vald. Mér finnst lífið vera ferðalag út í óvissuna, þar sem alls konar fáránlegir hlutir geta gerst og við erum öll í sömu súpunni. Í frjálsum og súrrealískum heimi verður hver og einn að taka ábyrgð á sjálfum sér. Fyrir slíka sögu er líklega ekki til betri leikmynd en Bandaríkin.“

Sem fyrr segir gerist sagan árið 2004 og margir lesendur gætu upplifað hana sem endurlit af tíðarandanum í upphafi góðærisins sem endaði í efnahagshruni. En meginástæðan fyrir sögutímanum er sú að það er langt síðan Guðmundur byrjaði að skrifa söguna:

„Ég byrjaði að skrifa þessa sögu árið 2004. Þá var ég nýbúinn að senda frá mér mína fyrstu bók, Áhrif mín á mannkynssöguna, og byrjaði strax að skrifa næstu. Ég náði hins vegar aldrei að einbeita mér að henni, þannig að hún var lengi ókláruð í tölvunni. Svo þegar ég hætti á þingi hafði ég meiri tíma. Þá gjörbreytti ég henni og hún virkaði loksins. Mér fannst líka tíminn hafa unnið með henni og persónurnar urðu alltaf skýrari og skýrari með tímanum. Mér finnst ég núna þekkja Leif ágætlega. Mér finnst hann vera eins og góður vinur minn.“

Sjá nánar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 2 klukkutímum

Mourinho tekur líklega ekki við félagsliði

Mourinho tekur líklega ekki við félagsliði
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Heimsins stærsta flugvél til sölu fyrir svimandi háa uppæð

Heimsins stærsta flugvél til sölu fyrir svimandi háa uppæð
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Bríetar Bjarnhéðinsdóttur minnst á kvenréttindadaginn

Bríetar Bjarnhéðinsdóttur minnst á kvenréttindadaginn