fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Arnaldur Indriðason hlýtur verðlaun á glæpasagnaverðlaunahátíð

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. júní 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnaldur Indriðason rithöfundur hlýtur Kalíber verðlaunin, The Great Calibre Awards, í ár.

Verðlaunin eru veitt á stærstu glæpasagnaverðlaunahátíð í Evrópu, The International Mystery & Thriller Festival, sem haldin er ár hvert í Worclaw, Póllandi.

Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2004 og er gríðarlega vel sótt af heimamönnum, bæði almennum lesendum og fjölmiðlafólki. Einn af aðalviðburðum hátíðarinnar ár hvert er verðlaunaafhending Kalíber verðlaunanna, The Great Calibre Award, þar sem einn pólskur höfundur er verðlaunaður ásamt einum erlendum höfundi.

Í ár er það Arnaldur Indriðason sem hneppti hnossið og tók við verðlaununum úr hendi Boris Akunin, hins virta rússneska glæpasagnahöfundar. Þessi heiðursverðlaun eru ekki afhent fyrir staka bók heldur fyrir verk höfundar í heild sinni og er ljóst að Arnaldur er gríðarlega vel að verðlaununum kominn.

Það er W.A.B. útgáfan sem gefur verk Arnalds Indriðasonar út í Póllandi, í gegnum réttindaskrifstofu Forlagsins. Pólverjar hafa heillast algjörlega af verkum Arnalds, en alls hafa yfir 100.000 eintök af bókum hans selst þar í landi.


Vefsíða hátíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Bæjarstjóri útskýrir eigið vanhæfi eftir ásakanir um flótta undan erfiðum ákvörðunum

Bæjarstjóri útskýrir eigið vanhæfi eftir ásakanir um flótta undan erfiðum ákvörðunum
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt