fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Friðgeir Einarsson: „Eyjan hans Múmínpabba er dulúðug saga. Samt gáskafull og krúttleg“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 7. júlí 2018 19:00

Mynd: Sigurjón Ragnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Friðgeir Einarsson hefur víða látið að sér kveða, einna helst í sviðslistum og við auglýsingagerð. Árið 2016 gaf hann út sína fyrstu bók, smásagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita og í fyrra kom út hans fyrsta skáldsaga, Formaður húsfélagsins.

Hvaða barnabók er í eftirlæti?
„Mig minnir að sem barn hafi ég aðallega lesið teiknimyndasögur, eins og Sval & Val, Viggó viðutan, Andrés Önd og Goðheima. Fyrsta bókin sem ég man eftir að hafi rist djúpt og hreyft við mér var Bróðir minn Ljónshjarta sem mamma las fyrir mig. En ef einhver barnabók er í uppáhaldi frekar en önnur hlýtur það að vera Eyjan hans Múmínpabba. Það er dulúðug saga um meðvirkni, stjórnsemi, kvíða og leit að tilgangi í heimi án tilgangs. Samt gáskafull og krúttleg.“

Hvaða bók er uppáhalds?
„Ég er alltaf tregur til að úrskurða að eitthvað eitt sé „uppáhalds“, ég á mér enga eina uppáhaldsbíómynd né uppáhaldsplötu og heldur ekki uppáhaldsbók. Smekkur minn á slíku breytist nokkuð ört. En auðvitað eru nokkrar bækur betri en aðrar og nokkrir höfundar öðrum fremri. Þegar ég tala um bókmenntir þessi misserin stend ég mig oftar en ekki að því að tala um Raymond Carver. Ætli það megi ekki segja að smásagnasafnið Cathedral sé í eftirlæti hjá mér um þessar mundir.“

Hvaða bók myndirðu mæla með við aðra?
„Það veltur dálítið á því um hvern ræðir og í hvaða samhengi. Meðal þeirra bóka sem ég hef lesið nýlega og haft gaman af eru The First Bad Man eftir Miröndu July, Don’t Cry eftir Mary Gaitskill og Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos í íslenskri þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Allt kyngimagnaðar og hugvekjandi bækur.“

Hvaða bók hefurðu lesið oftast?
„Ég forðast það jafnan að lesa bækur oftar en einu sinni, aðallega af því að ég les mjög hægt og finnst blóðugt að verja óratíma í eitthvað sem ég er búinn með. Samt hef ég lesið Útlendinginn eftir Albert Camus fjórum eða fimm sinnum, á mismunandi tungumálum og í mismunandi þýðingum. Á sínum tíma skrifaði ég útskriftarritgerð úr Háskólanum um Gæludýrin eftir Braga Ólafsson; þá hlýt ég að hafa lesið hana nokkrum sinnum. Og um daginn endurnýjaði ég kynnin við Svefnhjólið eftir Gyrði Elíasson eftir langa pásu, það var mjög ánægjulegt.“

Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig?
„Nýlega las ég frekar leiðinlega bók um tiltektir sem varð til þess að ég tók til í fataskápnum hjá mér, fleygði gömlum lörfum og endurmenntaði sjálfan mig í að brjóta saman og raða. Sjálfsagt eru þetta áþreifanlegustu áhrifin sem stök bók hefur haft á líf mitt í seinni tíð. Á eftir fataskápnum stóð til að taka til í bókaskápnum, en þá féllust mér hendur. Það er ákaflega erfitt að henda bókum.“

Hvaða bók býður þín næst til lestrar?
„Ég var að byrja á skáldsögunni Okkar á milli eftir Sally Roony í fyrirtaks þýðingu Bjarna Jónssonar. Hún fer vel af stað. Þá er ég enn að vinna á stórum búnka sem ég bar heim í vetur af bókamarkaðnum á Laugardalsvelli. Svo stendur ólesin í hillu hjá mér sexhundruð blaðsíðna bók um Jón lærða. Og þar við hliðina á nokkrar bækur sem ég hef frestað í nokkur ár að lesa, Pale Fire eftir Nabokov, Lífið notkunarreglur eftir Perec og þriðja bók í Min kamp-bálknum hans Knausgaards. Við þetta bætast bókaklúbbsbækur og ýmislegt sem safnast fyrir hjá mér. Öllu þessu þarf að sinna. Ég stórefa að mér endist ævin til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Guðni gagnrýnir Gísla Martein: Stundum minnirðu á Jón sterka – ,,sástu hvernig ég tók hann?“

Guðni gagnrýnir Gísla Martein: Stundum minnirðu á Jón sterka – ,,sástu hvernig ég tók hann?“
Matur
Fyrir 4 klukkutímum

Áhugavert á Instagram: Julianne segir kanelsnúða Brauð og Co þá bestu í heimi

Áhugavert á Instagram: Julianne segir kanelsnúða Brauð og Co þá bestu í heimi
433
Fyrir 6 klukkutímum

Bara eitt lið sem getur fengið Lewandowski

Bara eitt lið sem getur fengið Lewandowski
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Réðst á mann í Laugardalnum – Hélt hann væri að hlæja að sér

Réðst á mann í Laugardalnum – Hélt hann væri að hlæja að sér
Matur
Fyrir 8 klukkutímum

Vegan hristingur sem hressir, bætir og kætir

Vegan hristingur sem hressir, bætir og kætir
433
Fyrir 8 klukkutímum

Óttast að Messi missi af leiknum við United

Óttast að Messi missi af leiknum við United
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Fjármálaáætlun 2020-2024: Hyggjast verja fjármunum í að stuðla að kjarasamningum

Fjármálaáætlun 2020-2024: Hyggjast verja fjármunum í að stuðla að kjarasamningum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað er hann að gera hjá Arsenal? – Skipti sem enginn skilur

Hvað er hann að gera hjá Arsenal? – Skipti sem enginn skilur