fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Faðir Árna Johnsen barðist í Normandí: „Ég hitti hann aðeins einu sinni, fyrir tíu eða tólf árum“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 27. apríl 2018 19:00

Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn hefur verið erfiður hjá Árna Johnsen, þessum þekktasta syni Vestmannaeyja. Á aðeins hálfu ári hefur Árni misst tvo syni á sviplegan hátt. Á sama tíma og hann hefur tekist á við sársauka sem vart verður lýst í orðum hefur hann glímt við alvarleg veikindi. En Árni brosir í gegnum tárin með sinni einstöku glettni og heldur áfram sinni óhefðbundnu göngu í lífinu. Nú í vor gefur hann út þrjú tónlistarsöfn, öll með ólíku sniði. Blaðamaður DV skrapp út í Eyjar til að ræða æskuna, starfsferilinn, tónlistina og sonamissinn við Árna.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV

Pabbi barðist í Normandí

Árni færir okkur að gjöf eintök af nýju plötunum sínum. Eitt af þessum tónverkum er svíta sem nefnist Gríska sólarsvítan þar sem leikið er á hið kynngimagnaða þjóðarhljóðfæri Grikkja, bouzouki. Það er engin tilviljun að þetta rataði í safnið því í æðum Árna rennur grískt blóð.

„Pabbi minn var Grikki. Bandarískur hermaður af grískum ættum sem var á herstöðinni í Keflavík í stríðinu. Hann hét Poul C. Kanelas og starfaði lengst af sem fasteignasali í borginni Detroit. Ég hitti hann aðeins einu sinni, fyrir tíu eða tólf árum. Þá flaug ég út og bankaði upp á hjá honum sem var mjög skemmtileg reynsla. Ég er mjög líkur honum í útliti, það eru til ljósmyndir þar sem er ekki hægt að þekkja okkur í sundur. Við spjölluðum saman um heima og geima og hann fór að stúdera mig, til dæmis hendurnar. Við vorum þá með alveg eins hendur.“

Vissi hann ekki af þér?

„Jú, jú. Móðir mín hafði eitthvert samband við hann í gegnum árin en það fór allt í gegnum bróður pabba sem bjó í Massachusetts. Þetta var eitthvað viðkvæmt því fjölskylda hans var kaþólsk og hann var ókvæntur þegar ég kom undir.“

Árni var ekki slysabarn. Móðir hans, Ingibjörg Á. Johnsen, og Poul voru saman um nokkurt skeið og voru trúlofuð. En einn daginn vorið 1944 var Poul færður úr landi til að taka þátt í innrásinni á strönd Normandí. Í orrustunni náðu Bandamenn fótfestu í Frakklandi og varð hún ein sú þekktasta í seinni heimsstyrjöldinni. Poul særðist í bardaganum, var sendur á herspítala og síðan heim til Bandaríkjanna. Síðan leið og beið í eitt eða tvö ár.

„Einn daginn kom bréf inn um lúguna frá pabba sem amma tók upp. Í bréfinu sagðist pabbi ætla að koma til Íslands til að sækja mömmu og mig. En það var ekki hægt því mamma var að fara að gifta sig viku síðar. Þannig var þetta bara, þannig var stríðið.“

Ingibjörg giftist Bjarnhéðni Elíassyni skipstjóra og eignuðust þau þrjú börn til viðbótar.

„Ef amma hefði ekki tekið upp bréfið væri ég sennilega forseti Bandaríkjanna í dag,“ segir Árni og skellir upp úr. „En mér finnst þetta betra.“

Áttu systkini úti?

„Já, ég á þrjú systkini úti en hef ekki haft samband við þau. Ég ætla nú að gera það einhvern tímann, það gæti verið forvitnilegt. Eftir að ég hitti pabba heyrði ég ekkert meira frá honum. Síðan dó hann fyrir tveimur eða þremur árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“