fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Svala skoraði ekki hátt hjá blaðamönnum á æfingu

35 Eurovision blaðamenn gáfu fyrstu æfingum níu þjóða einkunnir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. maí 2017 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala Björgvinsdóttir lenti í áttunda sæti af níu þar sem 35 blaðamenn dæmdu fyrstu æfingu þjóðanna í gær. Eurovision-vefurinn ESC Today greinir frá niðurstöðunum á vef sínum.

Svona sáu blaðamenn fyrstu æfingar þessara þjóða. Ísland í 8. sæti af 9.
Niðurstaðan Svona sáu blaðamenn fyrstu æfingar þessara þjóða. Ísland í 8. sæti af 9.

Mynd: ESCtoday.com

Stigagjöfin var þannig að blaðamenn dæmdu aðeins út frá þessari tilteknu æfingu, gáfu sínu uppáhaldslagi og atriði 5 stig, því næsta þrjú stig og þriðja sæti eitt stig.

Armenar gjörsigruðu þessa könnun og hlutu 100 stig frá blaðamönnunum, Moldóvar hlutu 69 stig en Kýpverjar 40.
Svala okkar fékk aðeins 11 stig svo það virðist sem atriðið hafi ekki beinlínis verið að slá í gegn. Meiri líkur eru auðvitað á því að blaðamennirnir kunni ekki gott að meta.

Komist Ísland á úrslitakvöld Eurovision er útlitið reyndar ekki mjög bjart. Veðbankar spá Svöla og Íslandi 24. Sæti, sem aftur yrði áfellisdómur yfir tónlistarsmekk Evrópu. Við spyrjum að leikslokum og styðjum okkar konu. Áfram Svala!

Hér má sjá brot úr æfingu Svölu:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=h75uh0x0nCw?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni