Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, byrjaði daginn á óvenjulegum nótum. Hún greinir frá raunum sínum á Facebook. „Ákvað að koma drengjunum á óvart í morgun með því að búa til svokallað búst í blandaranum sem er því miður allt of sjaldan notaður,“ skrifar hún.
Hún segir því næst að hún hafi komið sjálfri sér á óvart þegar hún gleymdi að setja lokið á blandarann. „Er ekki frá því að það sé enn bláberjalykt af hárinu á mér þrátt fyrir sturtuna,“ skrifar þingmaðurinn geðþekki.
Eiginmaður Katrínar svarar færslunni á þá leið að hann hafi ekki búist við að þurfa að mála vegginn aftur á næstunni. Þess vegna hafi henni tekist að koma sér á óvart.
Fleiri leggja orð í belg og deila áþekkum raunum sínum. Þeirra á meðal er Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Kannast ivð þetta og viðurkenni það hér og nú að það var ekki gaman að þrífa eldhúsloftið.“
Katrínu er þó bent á að líta á björtu hliðarnar. Hún hafi alltént ekki verið með saltkjöt og baunir í blandaranum.