fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Alexandra gaf egg: „Ég gæti verið í Kringlunni eftir tvö ár og séð lítið barn sem er alveg eins og ég“

Allt að tveggja ára bið eftir gjafaeggjum – Útilokar ekki að ganga aftur í gegnum ferlið

Auður Ösp
Laugardaginn 25. febrúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir á að hyggja þá virkar þetta hræðilegt, algjör martröð að fara í eggheimtu, en þegar ég hugsa um góðverkið sem ég gerði þá fyllist ég stolti, ég gaf mögulega sex pörum von um að eignast barn. Það lætur mér líða vel í hjartanu, og ég myndi ganga í gegnum þetta allt aftur,“ segir Alexandra Björg Eyþórsdóttir sem ákvað á síðasta ári að gerast eggjagjafi.

Fjöldi kvenna hér á landi þarf að reiða sig á gjafaegg vegna ófrjósemi en eftirspurnin er meiri en framboðið. Á meðan geta pör og einstaklingar dottið út af biðlistanum, til að mynda vegna aldurstakmarkana eða heilsufars, og eiga þá fáa eða enga valkosti eftir.

Brot úr viðtalinu við Alexöndru birtist hér fyrir neðan en viðtalið má finna í heild sinni í helgarblaði DV.

Í upphafi ferlisins ræddi Alexandra meðal annars við félagsráðgjafa.

„Hún útskýrði gríðarlega margt fyrir mér, til dæmis að ef ég gef tíu egg þá eru það mögulega tíu börn, kannski verða það bara fimm börn, en þessi fimm börn eignast svo maka og eignast fleiri börn. Ég gæti verið í Kringlunni eftir tvö ár og séð lítið barn sem er alveg eins og ég og þá er það mögulega barn með mín erfðaefni.

Mynd: (c) Mark Goddard 2007

Félagsráðgjafinn ítrekaði líka mikilvægi þess að ef ég myndi sjálf eignast börn þá ætti ég að segja þeim frá því að ég hefði gefið egg, því á litla Íslandi eru talsverðar líkur á því að þessi börn hittist og myndi kannski ástarsamband og þá er kannski betra að geta stoppað það strax með þeim rökum að þau séu í raun blóðsystkini eða erfðalega séð hálfsystkini.“

„Myndi ganga í gegnum þetta allt aftur“

Alexandra útilokar ekki þann möguleika að gerast aftur eggjagjafi og hvetur aðrar konur hiklaust til þess að íhuga þennan möguleika, enda sé þörfin mikil. „Það er afskaplega langur biðlisti eftir gjafaeggi og fólk sem þarf að bíða lengi og eyða miklum peningum í barn, það virkilega vill eignast barnið.

Eftir á að hyggja þá virkar þetta hræðilegt, algjör martröð að fara í eggheimtu, en þegar ég hugsa um góðverkið sem ég gerði þá fyllist ég stolti, ég gaf mögulega sex pörum von um að eignast barn. Það lætur mér líða vel í hjartanu, og ég myndi ganga í gegnum þetta allt aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“