fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Mikill harmleikur þegar Sigurður féll frá: Safna fyrir börn og ólétta eiginkonu

Lést úti fyrir Þjórsárósum síðastliðinn laugardag – Sambýliskona Sigurðar á von á þeirra öðru barni í lok mánaðarins

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 10. maí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söfnun hefur verið hrint af stað fyrir fjölskyldu Sigurðar Birgis Baldvinssonar sem lést úti fyrir Þjórsárósum síðastliðið laugardagskvöld. Sigurður var 43 ára en hann lætur eftir sig sambýliskonu sem er komin 9 mánuði á leið með þeirra annað barn. Fyrir eiga þau dóttur sem er á fimmta ári. Þá átti Sigurður tvo syni sem eru 17 og 19 ára.

Vinir fjölskyldu Sigurðar standa fyrir söfnuninni inni á síðunni GoFundMe. Þar segir að Siggi, eins og hann var alltaf kallaður, hafi verið vel liðinn og kynnst mikið af góðu fólki í gegnum starf sitt en átti 49 sleðahunda og rak hundasleðafyrirtæki.

Siggi var mikill fjölskyldumaður. Nú standa sambýliskona hans og börn frammi fyrir stórum áskorunum á sama tíma og þau takast á við ólýsanlega sorg en Siggi var fyrirvinna fjölskyldunnar.

Mynd: GoFundMe

Peningarnir sem safnast fara beint til fjölskyldu Sigga. Þeir verða notaðir til að greiða útfararkostnað, dekka tekjutapið, halda fyrirtækinu gangandi og að ráða starfsmann í hans stað.

Á síðunni þar sem hægt er að styðja við bakið á fjölskyldu Sigurðar kemur jafnframt fram að sambýliskona hans eigi von á dreng í lok maí.

Hér er hægt að styrkja eiginkonu Sigurðar og börn þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunn­eva syrgir Bellu – „Engillinn minn. Bella, ég mun alltaf sakna þín“

Sunn­eva syrgir Bellu – „Engillinn minn. Bella, ég mun alltaf sakna þín“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“