Minnir á tilþrifin á EM síðastliðið sumar
Guðmundur Benediktsson lýsti sögulegum leik Barcelona og PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Barcelona gerði sér lítið fyrir og vann upp fjögurra marka forskot – með því að skora þrjú mörk á síðustu sjö mínútum leiksins.
Gummi Ben, sem þekktur er fyrir hispurslausar og fjörlegar lýsingar lét sitt ekki eftir liggja frekar en á EM síðastliðið sumar.
„Þeir eru að skrifa bara hér nýja knattspyrnusögu – börsungar,“ sagði hann þegar hann hafði náð röddinni. „Hvað er hægt að segja við Frakkana? Þeir eru eyðilagðir að sjálfsögðu. Þvílíkt og annað… þvílík tuska! Kassi af blautum tuskum í andlitið!“