fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fókus

Elísabet Ronalds klippir Deadpool 2

Spennt fyrir áskoruninni – Fyrri Deadpool myndin einn óvæntasti smellur síðasta árs

Auður Ösp
Þriðjudaginn 7. mars 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ákveðin áskorun að takast á við enda var fyrri myndin mjög vel gerð, skemmtileg og gekk alveg glimrandi vel. Þannig að er það er búið að setja markið ansi hátt. En það gerir þetta líka spennandi. Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Elísabet Ronaldsdóttir klippari en hún kemur til með að klippa framhald hinnar geysivinsælu Hollywood-kvikmyndar Deadpool. Tökur á myndinni hefjast í Vancouver í Kanada í júní næstkomandi og þá mun myndin rata í kvikmyndahús á næsta ári.

Deadpool segir frá samnefndri andhetju úr Marvel-teiknimyndasöguheiminum og fer stórstjarnan Ryan Reynolds með aðalhlutverkið. Fyrri Deadpool-myndin varð einn óvæntasti bíósmellur seinasta árs og er nú orðin ein tekjuhæsta bannaða mynd allra tíma. Það er því ljóst að ófáir bíða spenntir eftir því að sjá hina kaldhæðnu og orðljótu andhetju birtast á tjaldinu á ný.

Ryan Reynolds fer með hlutverk andhetjunnar Deadpool í samnefndri kvikmynd.
Ryan Reynolds fer með hlutverk andhetjunnar Deadpool í samnefndri kvikmynd.

Óhætt er að setja Elísabetu í hóp með þeim færustu í bransanum en hún hefur klippt margar af stærstu íslensku kvikmyndunum. Deadpool 2 er þriðja samstarfsverkefni Elísabetar og leikstjórans David Leitch en áður hefur hún klippt Hollywood-hasarsmellinn John Wick, auk kvikmyndarinnar Atomic Blonde með þeim Charlize Theron og James McAvoy í aðalhlutverkum, sem verður frumsýnd í sumar.

„Hann er einstaklega skemmtilegur í samstarfi og opinn fyrir því að prófa nýja hluti,“ segir Elísabet um Leitch þegar blaðamaður slær á þráðinn til hennar. Hún bætir því við að stór hluti þeirra sem komu að framleiðslu John Wick og Atomic Blonde muni nú einnig koma að gerð Deadpool 2.

„Þannig að þetta er virkilega „solid“ og þéttur hópur og við kunnum vel inn á hvert annað. Við erum mjög bjartsýn og jákvæð gagnvart þessu öllu saman.“

Elísabet dvaldi í Los Angeles fyrr á árinu og vann að gerð gerð kitlu eða „teaser“ fyrir myndina sem frumsýnd var á dögunum. Ekki er þó um hefðbundna kitlu að ræða, heldur nokkurs konar stuttmynd. „Það sem gerir hana öðruvísi er að hún er sjálfstætt verk, og þetta er ekki sena sem verður í myndinni.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Z5ezsReZcxU&w=600&h=480]

Deadpool er að margra mati ein áhugaverðasta myndasögupersóna sem fram hefur komið undanfarin ár en sérstaða sagnanna felst meðal annars í því að persónan brýtur reglulega fjórða vegginn og talar beint til áhorfenda. Elísabet segir að þannig skapist frelsi sem ekki finnist annars staðar. „Mér finnst mjög gaman að þenja formið og skoða það – þetta afþreyingarform. Það er svo spennandi að sjá hvað maður kemst upp með, þá sérstaklega þegar maður vinnur í þessum „blockbuster“-heimi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna lifa konur lengur en karlar

Þess vegna lifa konur lengur en karlar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu