fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fókus

Fyrrum forsetaframbjóðandi fótbrotin: „Farið varlega í hálkunni elskurnar“

Vonar að sjúkraflutningsmenn fyrirgefi henni bullið

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 2. mars 2017 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrirhuguð fjölskylduferð í pottinn í fallega veðrinu í gær endaði í sjúkrabíl og næturdvöl á LSH, þar sem ég bíð nú eftir aðgerð við fjölda beinbrota á ökkla/legg,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi, í Facebook-færslu. Segir Halla að sundbolnum hafi nú verið skipt út fyrir búning merktum Landspítalanum og að hún megi búa sig undir að vera í gifsi frá tám og upp í nára í 6-8 vikur.

Þá hrósar Halla heilbrigðisstarfsfólki í hástert. „ Er í góðum höndum þess frábæra starfsfólks sem hér vinnur þrekvirki við erfiðar aðstæður og sýnir manni þrátt fyrir það ekkert nema hlýju og alúð. Er þeim einlæglega þakklát og treysti þeim til að kippa afbökuðum fæti aftur í form. Sjúkraflutningsmennirnir voru einnig einstakir, og vona ég að þeir fyrirgefi konunni á sundbolnum allt bullið sem uppúr henni valt à sínum fyrsta rótsterka verkjalyfjaskammti, wow!,“ segir Halla í færslunni.

Halla má búast við því að vera í gifsi í 6-8 vikur
Gifs yfirvofandi Halla má búast við því að vera í gifsi í 6-8 vikur

„Já kæru vinir, það má segja að heimkoman hafi verið hörð lending, en þessu verður mætt af æðruleysi og þakklæti, hefði svo sannarlega getað farið verr. Þigg með þökkum allar ykkar góðu óskir, virka örugglega betur en allt heimsins morfín! Farið varlega í hálkunni elskurnar!,“ segir Halla sem brosir greinilega í gegnum tárin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Setti ótrúlegt heimsmet í upphífingum

Setti ótrúlegt heimsmet í upphífingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Salt Path-skandallinn skekur Bretland – Dramatísk sjálfsævisaga reyndist uppfull af lygum

Salt Path-skandallinn skekur Bretland – Dramatísk sjálfsævisaga reyndist uppfull af lygum