fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Fókus
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 07:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn bandaríski Ryan Wach veit ekki hvað fékk fjórtán ára gamlan son hans, Zane Wach, til að ganga fram af klettabrún, en vonandi getur Zane sagt sína sögu fljótlega.

Feðgarnir voru að ganga upp fjallið Mount Whitney í Kaliforníu þann 10. júní síðastliðinn þegar Zane byrjaði að upplifa hæðarveiki og gekk fram af 37 metra klettabrún, að sögn fjölskyldu hans. Unglingurinn hefur verið í dái síðan honum var bjargað og er hann nýlega farinn að anda af sjálfsdáðum.

„Þetta verður sigursaga um lífsvilja að lokum, en við erum í miðri baráttu núna,“ sagði Ryan við SFGATE í lok júní.

Ryan lýsir syni sínum sem reyndum göngugarpi og íþróttamanni sem hefur keppt í langhlaupum, sundi og þríþraut.

Zane Wach.

Hann segir að Zane fór að sýna merki um hæðarveiki þegar þeir voru komnir á tindinn og sá sýnir af teiknimyndapersónum.

„Hann byrjaði að sjá ofsjónir. Hann vissi að hann væri að sjá ofsjónir, hann sagðist sjá hluti eins og snjókarla og froskinn Kermit.“

Fór að efast um raunveruleikann

Zane virtist líða betur þegar þeir voru komnir neðar, en eftir klukkutíma göngu til viðbótar varð hann aftur ringlaður.

„Ég veit ekki hvað olli því, við vitum það ekki ennþá. Ef ég ætti að giska myndi ég segja samblanda af þreytu, svefnleysi, vökvatapi og eftirköstum hæðarveikinnar. En hann fór að efast um raunveruleikann.“

Hann segir að Zane hafi nokkrum sinnum haldið að þeir væru komnir á leiðarenda og búnir að klára gönguna. Hann hafi líka haldið að hann væri í einhvers konar draum, eins og í kvikmyndinni Inception.

Feðgarnir.

Var á leiðinni að bílnum

Svo gerðist það versta sem hann gat ímyndað sér. „Ég heyrði fótatak hægra megin við mig og það var Zane, að ganga fram af klettabrúninni.“

Ryan náði að grípa í Zane áður en hann fór fram af og kallaði göngufólk, sem varð vitni að þessu, á hjálp.

Ryan segir að Zane hafi sagt að hann væri á leiðinni að bílnum, en þeir voru enn uppi á fjallinu. Síðan sagðist Zane vera að fara í kvöldmat.

„Ég var eiginlega að tapa viti mínu af hræðslu og vonleysi,“ segir Ryan og bætir við á meðan hann hafi verið að þurrka tár hafi Zane gengið fram af brúninni. „Ég náði honum ekki,“ segir hann.

Talið er að Zane hafi fallið um 37 metra niður.

Sem betur fer var sjúkraflutningamaður meðal göngumanna á svæðinu þennan dag og gat aðstoðað feðgana, en þeir þurftu að bíða í sex klukkustundir eftir þyrlu til að færa Zane á sjúkrahús.

Zane Wach

Bataferlið langt og strangt

Ryan hlaut höfuðáverka, ökkla- og mjaðmabrot við fallið. Hann hefur verið í dái síðan.

Amma hans greindi frá því nýverið að Zane væri ekki lengur í öndunarvél og farinn að anda sjálfur. Fjölskyldan er bjartsýn um að Zane muni ná bata en ferlið verður langt og strangt.

„Hann er ótrúlegur drengur, afburðanemandi, íþróttamaður og virkur í kirkjustarfi. Ég er heppinn að  vera faðir hans,“ segir Ryan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Í gær

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“