fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fókus

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

Fókus
Fimmtudaginn 26. júní 2025 16:30

Laufey. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kom út nýtt lag frá söngkonunni, tónskáldinu, framleiðandanum og Grammy-verðlaunahafanum Laufeyju sem ber heitið Lover Girl. Lagið kemur út í aðdraganda væntanlegrar plötu hennar A Matter of Time, sem kemur út 22. ágúst hjá Vingolf Recordings / AWAL.

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum,“ segir Laufey um lagið Lover Girl.

Yfir 250.000 miðar seldir á tónleikaferðalagi

Nýjasta tónleikaferð Laufeyjar, The A Matter of Time Tour, sem hún vinnur í samstarfi við AEG Presents, hefur selt 250.000 miða og inniheldur m.a. tvö uppseld kvöld í Madison Square Garden í New York og Crypto.com Arena í Los Angeles. Búið er að bæta við aukatónleikum í Toronto, San Francisco og fjölmörgum öðrum borgum, en tónleikaferðalagið hefst í september og verður stærsti túr Laufeyjar um Bandaríkin til þessa.

Um plötuna A Matter of Time

Þegar Laufey hóf vinnuna við A Matter of Time upplifði hún meira frelsi en nokkru sinni fyrr.

„Hver ný plata er eins og óskrifuð bók full af sögum sem bíða eftir að verða sagðar,“ segir hún — og það er sannarlega raunin.

Laufey nýtir sér lífsreynslu sína í laga- og textasmíðum og fjallaði t.a.m. um fyrstu fullorðinsskrefin og flutninga að heiman á plötunni Everything I Know About Love (2022) og síðar varð ástin að umfjöllunarefni á Grammyverðlaunaplötunni Bewitched (2023). Með stórbrotnum hljómsveitarútsetningum, áhrifum frá bossa nova og djassi og silkimjúkri alt-rödd sinni skapaði hún tímalausan heim sem tengdi áreynslulaust saman fortíð og nútíð í tónlist.

Leyfði hjartanu að ráða

Á plötunni A Matter of Time skerpir Laufey enn frekar á sínum eigin hljómi, tónlist sem á sér rætur í áhrifavöldum sem hún dýrkar, en þó í hennar eigin anda laust við reglur og ramma

„Ég hugsa stöðugt um klassík og djass – hvernig má varðveita þær listgreinar og sýna þeim virðingu, en með þessari plötu langaði mig einfaldlega að leyfa hjartanu að ráfa.“ segir hún.

Til að ná því kallaði hún til tveggja pródúsenta:
– Spencer Stewart, sem hún hefur áður unnið með, og
– Aaron Dessner (Taylor Swift, Ed Sheeran), sem kom nýr inn í ferlið en náði strax utan um tilfinningar og hugmyndir Laufeyjar.

Frelsið sem skapaðist gaf henni rými til að sýna á sér nýjar hliðar, og jafnvel þyngri og flóknari en áður.

„Fólk býst við fallegum kjólum, ævintýrasögum og rómantík frá mér. Að þessu sinni langaði mig að draga fram ófullkomnustu hliðarnar í mér og horfast í augu við þær,“ bætir Laufey við.

Forpöntun A Matter of Time má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty
Fókus
Fyrir 6 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 6 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi