Sérstaklega hafa myndbönd af henni verið að vekja þessar áhyggjur en stjarnan hefur haldið sig að mestu úr sviðsljósinu undanfarið.
Sjá einnig: Hafa vaxandi áhyggjur af Rachael Ray eftir að hún birti þetta myndband
Það vakti því athygli þegar Ray mætti í áhorfendasal The Drew Barrymore Show í gær.
Rachael Ray resurfaces for rare outing following string of ‘bizarre behavior’ https://t.co/1dIhr5MS8X pic.twitter.com/7m90qQWt5L
— Page Six (@PageSix) October 16, 2025
Margir hafa haft áhyggjur af heilsu Ray eftir að hún virtist þvoglumælt í myndbandi sem hún birti í september í fyrra.
View this post on Instagram
Aðdáendur vildu þeir vita hvort það væri allt í lagi með hana.
„Ég elska þig, en ertu í lagi? Ég hef miklar áhyggjur,“ sagði einn.
„Bíddu! Hvað er í gangi með Rachael Ray?“ spurði annar.
Margir komu henni til varnar. „Hún er að eldast eins og við öll hin. Kannski er hún eitthvað veik eða á einhverjum lyfjum, sama hvað það er þá er það engin ástæða til að vera leiðinleg.“