fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. október 2025 10:20

Sigmar Guðmundsson, Valur Richter og María Rut Kristinsdóttir. Mynd/Viðreisn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær, miðvikudaginn 15. október, var haldinn stofnfundur Viðreisnar á Vestfjörðum á brugghúsinu Dokkunni. Viðstödd voru María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar í kjördæminu, og Sigmar Guðmundsson, ritari flokksins.

Valur Richter var kjörinn formaður á fundinum og í stjórn Magnús Ingi Jónsson, Thelma Dögg Theodórsdóttir, Vigdís Erlingsdóttir og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir. Varamenn voru kjörnir Gylfi Ólafsson og Auður Ólafsdóttir.

„Það hefur verið gaman að sjá hvað Viðreisn hefur verið að stækka og eflast á Vestfjörðum, segir Valur. „Stofnun Viðreisnar á Vestfjörðum verður til að efla starfið enn frekar og styrkja grasrótina. Það er ótrúlega mikil uppbygging hér á Vestfjörðum sem  við viljum taka þátt í að þróa til betri vegar. Viðreisn er komin til að vera og við viljum sjá  uppbyggingu fyrir alla.”

Eins og segir í tilkynningu sköpuðust fjörugar umræður á stofnfundinum og mikill hugur var í fólki. Var farið yfir helstu áherslumál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. En í dag á flokkurinn fulltrúa í sveitarstjórnum Ísafjarðarbæjar, Bolungarvík og Vesturbyggð. Þá var einnig rætt við þingmennina um málefni svæðisins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“